DILL var stofnað árið 2009 og hefur síðan þá haft það markmið að færa öllum sínum gestum einstaka og eftirminnilega upplifun.
Frá upphafi höfum við einblínt á að kanna nýjar aðferðir og uppskriftir á okkar gömlu réttum og hefðum sem vekur svo nýtt líf á disknum og gleður gestsins hjarta.
Gunnar Karl Gíslason ræður ríkjum á DILL, tilbúinn til að nýta hvað sem finnst í fjörum okkar, landi og sjó. Skila því svo á disk í formi rétta, jafn misjöfnum og veðrið.
Á DILL leggjum við upp með að virða öll þau hráefni sem til okkar koma, jafnt stór sem smá. Hver hlutur grípur athygli okkar og við gerum allt til að nýta hann.
Það er á ábyrgð okkar allra að passa upp á umhverfið okkar og DILL er svo sannarlega engin undantekning frá því. Við erum öll með fullan fókus og ekki bara ætlum við að vera góð, við ætlum að bæta okkur á hverjum degi. Umhverfið skiptir okkur öllu.
_______________
DILL was founded in 2009 with the aim of delivering a unique and memorable experience of Iceland.
Since our inception, we have continued to explore new methods and preparations of our native ingredients that brings new life to the plate and the guest experience.
Founding chef Gunnar Karl Gíslasson is at our helm, prepared to explore the vast and multi-faceted Icelandic countryside with you and deliver a procession of dishes that one might say is as predictable as the Icelandic weather.
At DILL, we endeavor to respect all the raw materials that come to us, no matter how big or small and utilize everything. Each thing grabs our attention and we do everything to make use of it.