Grunnskóli Hornafjarðar var stofnaður 1. ágúst 2007. Kennsla fer fram á tveimur starfsstöðum. Í Hafnarskóla eru til húsa nemendur í 1. – 6. bekk og í Heppuskóla eru nemendur 7. – 10. bekkjar. Auk þess stunda nemendur nám í list- og verkgreinum í Vöruhúsinu sem er verkmenntahúsi sveitarfélagsins, í Tónskóla Austur – Skaftafellssýslu og nám í hreyfingu fer fram í mannvirkjum íþróttamiðstöðvarinnar. Skólastjóri er Kristín G Gestsdóttir. Aðstoðarskólastjórar eru Rósa Áslaug Valdimarsdóttir á yngra stigi og Þórdís Þórsdóttir á eldra stigi.
Kjörorð skólans eru virðing – metnaður – vinátta – frelsi – jákvæðni. Kjörorðin marka grunninn að stefnu skólans ásamt umhverfisvernd, heilsueflingu og nám við hæfi, þau eru einnig samofin uppbyggingarstefnunni eða uppeldi til ábyrgðar, sem skólinn vinnur eftir.