Leikskólinn Sunnufold var stofnaður árið 2011.
Hann er starfræktur á tveimur starfsstöðvum, Frosta og Loga, í Foldahverfi í Grafarvogi.
Við skólann starfa að meðaltali 30 starfsmenn með 100 börnum á fimm deildum. Deildirnar heita Tröllheimar, Hulduheimar, Álfheimar, Mánakot og Stjörnukot.
Í Grafarvogi er ekki langt að sækja í náttúruna sem býður upp á fjölbreytt fuglalíf, rannsóknarferðir í fjöruna og skemmtilegar ferðir í skóginn.