Samasem er blómaheildsala sem hefur verið starfrækt í meira en tvo áratugi. Frá upphafi hefur fyrirtækið einsett sér að auka vöruúrvalið á Íslandi með innflutningi blóma og plantna hvaðanæva að úr heiminum. Í rekstrarformi heildsölu hefur okkur tekist að bjóða fyrirtækjum og almenningi fersk afskorin blóm og árstíðabundnar pottaplöntur á viðráðanlegu verði, og þannig glatt landann með öllum þeim töfrum sem fylgja græneríi.