Fyrirtækið
Steinlausnir var stofnað árið 2021 og er því nýlegt fyrirtæki á markaði. Þrátt fyrir ungan aldur fyrirtækisins þá skortir það síður en svo reynslu á þessum markaði. Stofnandi Steinlausna, Ægir Ólafsson, hefur starfað við steinsmíði síðan 2003 og býr því yfir gífurlegri þekkingu.
Það er markmið Steinlausna að afgreiða gæðavöru og veita framúrskarandi þjónustu þar sem þarfir viðskiptavina eru í fyrirrúmi. Við veitum aðstoð við val á steini, mótum lausnir sem henta hverju heimili og höldum viðskiptavini upplýstum í gegnum framleiðsluferlið. Við vitum hversu margir aðilar koma oft að framkvæmdum og hversu miklu máli það skiptir að vera vel upplýstur um tímasetningar.
Við vitum líka að heimilin eru griðastaður okkar flestra. Þegar kemur að framkvæmdum á heimilinu skiptir það okkur miklu máli að geta skilað okkar verki á tilskyldum tíma og haldið upplýsingaflæði góðu.
Starfsmenn
Við erum í stöðugum vexti og sífellt að stækka teymið okkar. Fagmennska og þjónustulund einkennir okkar starfsmenn enda er okkar markmið að geta skilað frá okkur óaðfinnanlegri þjónustu sem skilar sér í gæðavöru til viðskiptavina.