Tóm Tjara er fyrirtæki sem sérhæfir sig í vinnu með tjörupappa og PVC þakdúka. Við veitum þá þjónustu að þétta og vernda eignir fyrir raka og vatnskemmdum. Við viljum tryggja rakalausar eignir án rakalausra vinnubragða. Verkefnin eru fjölbreytt og snúast helst þetta, að þétta fasteignir og byggingar. Við sinnum nýbyggingum jafnt og endurbótum á eldri mannvirkjum. Það er okkar starf að tryggja að fasteignir séu þéttar og vatnsheldar.
Með sérhæfingu við vinnu á húsþökum og rakavörnum á húsum fylgir einnig gríðarleg þekking á rakaskemmdum og myglu. Við bjóðum því upp á þá þjónustu og að skoða, meta og greina rakaskemmdir og sveppagreiningar.
En við tökum líka að okkur ýmis smíðaverkefni óháð tjörupappa og þakdúka og bjóðum upp á alhliða smíðavinnu. Verkefni geta því verið alskonar og vinna því tiltölulega fjölbreytt.
Þetta er vinna sem krefst ábyrgðar og samviskusemi – þar sem þú ert að vinna að lausnum sem skipta máli. Hvort sem þú ert með reynslu eða ekki, þá færðu þjálfun og tækifæri til að læra fag sem er eftirsótt og mikilvægur hluti byggingariðnaðarins. Rakalaus vinnubrögð tryggja ekki rakalausar eignir.
Hjá Tóm Tjöru leggjum við áherslu á fagmennsku, nákvæmni og traust. Við leitum að fólki sem vinnur af alúð og heiðarleika með virðingu fyrir gæðum og fagmennsku, vill vanda sig og hefur metnað fyrir því að skila góðu verki – því það skiptir máli.