Háskóli Íslands
Betri háskóli – betra samfélag
Háskóli Íslands óskar eftir umsóknum um fullt starf aðjúnkts 2 í enskum málvísindum frá og með vormisseri 2025. Starfið felur í sér kennslu í enskum málvísindum með sérstakri áherslu á inngangsnámskeið í fræðilegum málvísindum, enskri málsögu og enskri ritþjálfun.
Starfið felur í sér allt að 90% kennslu í grunnnámi og umsjón með ritgerðum grunnnema. Þau 10% sem eftir eru snúa að stjórnun, þar á meðal virkri þátttöku í þróun náms í enskum málvísindum.
Kennslan er fyrst og fremst miðuð við grunnnám í málvísindum og diplómanám í akademískri ensku. Þær greinar þar sem þörfin er brýnust eru fræðileg málvísindi, söguleg málvísindi og ensk ritþjálfun.
MA-gráða í enskum málvísindum.
Reynsla af kennslu í þeim greinum sem brýn þörf er á er æskileg.
Mjög gott vald á ritaðri og talaðri ensku.
Kunnátta í ritaðri og talaðri íslensku.
Góð samskiptahæfni og lipurð í mannlegum samskiptum
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.
Æskilegt er að umsækjandi sem hlýtur starfið geti hafið störf eigi síðar en 1. janúar 2025.
Umsóknin skal innihalda:
Ferilskrá
Ritaskrá
Staðfest afrit af prófskírteinum
Upplýsingar um tvo umsagnaraðila sem hafa má samband við
Yfirlýsing þar sem umsækjandi lýsir ástæðum fyrir áhuga sínum á verkefninu og ræðir hvað hann/hún/hán getur lagt af mörkum til að styrkja námsbrautina.
Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.
Við ráðningar í störf við Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans, sjá hér: http://www.hi.is/haskolinn/jafnrettisaaetlun#markmid2.
Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands, sjá hér: https://www.hi.is/haskolinn/malstefna%5Fhaskola%5Fislands
Háskóli Íslands er stærsta kennslu-, rannsókna- og vísindastofnun Íslands. Háskólinn veitir nemendum víðtæka menntun á öllum helstu fræðasviðum og þjónar stofnunum, fyrirtækjum og stjórnvöldum í þágu almannaheilla. Háskóli Íslands býður fjölbreytt nám á öllum stigum og er eini háskóli landsins sem býður grunnnám og framhaldsnám á öllum helstu fræðasviðum.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 14.10.2024
Þórhallur Eyþórsson, tolli@hi.is
Fá tilkynningu um svipuð störf
Doktorsnemi í tilraunastjarneðlisfræði Hlusta Auglýst er eftir umsóknum um starf doktorsnema í stjarneðlisfræði með áherslu á rannsóknir tengdar örbylgjukliðnum. Námið...
Sækja um þetta starfLektor í upplýsingafræði í Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild, Félagsvísindasvið Háskóla Íslands Hlusta Laust er til umsóknar fullt starf lektors á...
Sækja um þetta starfVið leggjum áherslu á að gleði sé ríkjandi í öllu starfi leikskólans, viðurkennandi samskipti og að virðing sé borin fyrir...
Sækja um þetta starfDoktorsnemi í félagsfræði við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands Hlusta Námsbraut í félagsfræði við Háskóla Íslands auglýsir starf doktorsnema sem styrkt er...
Sækja um þetta starfUmsjónarmaður rannsóknarstofa í jarðefnafræði Hlusta Til umsóknar er starf umsjónarmanns/tæknimanns á rannsóknarstofu í jarðefnafræði við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Um er...
Sækja um þetta starfDósent í bæklunarskurðlækingum Hlusta Laust er til umsóknar 50% starf dósents á fræðasviði bæklunarskurðlækninga við Læknadeild Háskóla Íslands. Starfið felur...
Sækja um þetta starf