Háskóli Íslands
Betri háskóli – betra samfélag
Laust er til umsóknar starf aðjúnkts 2 í stærðfræði við Raunvísindadeild Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands. Starfið hefur þann tilgang að stuðla að farsælu upphafi skólagöngu nemenda í grunnnámi með markvissum og viðeigandi stuðningi. Starfið er til 2 ára með allt að 100% starfshlutfalli, eftir nánara samkomulagi, og gert er ráð fyrir að ráða í starfið sem fyrst.Við Verkfræði- og náttúruvísindasvið er stuðningur við nemendur í sífelldri þróun. Á vormisseri 2025 er stefnt að því að bjóða nemendum upp á námskeið sem veitir þeim rétt til endurtektar lokaprófs í stærðfræðigreiningu I og línulegri algebru. Skipulag kennslu er mótað í samstarfi við námsbraut í stærðfræði og stjórn Verkfræði- og náttúruvísindasviðs. Námið skal fara fram að miklu leyti í verkefnavinnu eftir kennsluaðferð hugsandi kennslustofu eða sambærilegum aðferðum og er kennt eftir hádegi.
Umsjón og kennsla stuðningsnáms fyrir nemendur í grunnámskeiðum í stærðfræði.
Val á verkefnum, skipulag nemendahópa, eftirlit með mætingu og námsmat.
Kennsla við önnur námskeið á námsbraut í stærðfræði eftir samkomulagi.
Fundarseta og önnur tilfallandi þátttaka í stjórnsýslu sviðsins.
Meistarapróf í stærðfræði eða skyldum greinum, t.d. verkfræði.
Reynsla af kennslu á háskóla- eða framhaldsskólastigi.
Hæfni til að kenna hópum og virkja þá í kennslustund.
Góð færni í íslensku og ensku í ræðu og riti.
Samstarfshæfni og lipurð í mannlegum samskiptum.
Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.
Gert er ráð fyrir að ráða í stöðuna sem fyrst, en í síðasta lagi þegar kennsla vormisseris hefst.
Umsækjendur skulu láta eftirfarandi gögn fylgja umsókn sinni:
Kynningarbréf þar sem m.a. kemur fram hvernig umsækjandi uppfyllir hæfniskröfur.
Prófskírteini eða eftir atvikum vottorð um námsferil.
Ferilskrá (Curriculum Vitae).
Upplýsingar um a.m.k. tvo umsagnaraðila sem hafa má samband við.
Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.
Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans, sjá hér: http://www.hi.is/haskolinn/jafnrettisaaetlun#markmid2.
Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands, sjá hér: https://www.hi.is/haskolinn/malstefna%5Fhaskola%5Fislands
Háskóli Íslands er gróskumikið þekkingarsamfélag og fjölbreyttur og lifandi vinnustaður. Akademískt frelsi, fagmennska og jafnrétti eru gildi háskólans og er mikið lagt upp úr sveigjanleika og þátttöku starfsfólks í uppbyggingu náms og rannsókna. Á Verkfræði- og náttúruvísindasviði starfa um 390 manns við rannsóknir og kennslu á sviði verkfræði og náttúruvísinda. Starfsumhverfið er alþjóðlegt, þar sem fjórðungur bæði starfsfólks og framhaldsnema við sviðið eru erlendir, og það hlutfall er sífellt að aukast. Á sviðinu eru um 2000 nemendur og fjölmargir framhaldsnemar. Verkfræði- og náttúruvísindasvið stærir sig af fjölbreytileika og umbótasinnuðu umhverfi þar sem þekkingaröflun og miðlun er í fyrirrúmi.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 10.12.2024
Sigurður Örn Stefánsson, sigurdur@hi.is
Benedikt Steinar Magnússon, bsm@hi.is
Fá tilkynningu um svipuð störf
Nýdoktor við Heimspekistofnun Hlusta Háskóli Íslands kallar eftir umsóknum um starf nýdoktors við Heimspekistofnun, Hugvísindasviði, tengt rannsóknaverkefninu Frelsi til merkingarsköpunar...
Sækja um þetta starfÍ Borg er markmiðið að allir njóti sín í starfi í streitulitlu starfsumhverfi, fái tækifæri til að gera sitt besta...
Sækja um þetta starfDoktorsnemi í rafmagns- og tölvuverkfræði Hlusta Laust er til umsóknar starf doktorsnema í rafmagns- og tölvuverkfræði á sviði læknisfræðilegrar myndgreiningar....
Sækja um þetta starfLektor í krabbameinslækningum innan lyflæknisfræði – Heilbrigðisvísindasvið – Háskóli Íslands Hlusta Laust er til umsóknar 37% starf lektors í krabbameinslækningum...
Sækja um þetta starfSérfræðingur í efnafræði við efnafræðistofu Raunvísindastofnunar Háskólans Hlusta Laust er til umsóknar fullt starf sérfræðings í efnagreiningum við efnafræðistofu Raunvísindastofnunar...
Sækja um þetta starf