Háskóli Íslands
Betri háskóli – betra samfélag
Laust er til umsóknar fullt starf aðjúnkts 2 í stærðfræði við Raunvísindadeild Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands. Starfið er tímabundið til eins árs. Hlutverk aðjúnktsins er að stuðla að farsælu upphafi skólagöngu nemenda í grunnnámi með markvissum og viðeigandi stuðningi. Starfsskyldur aðjúnktsins skiptast í 90% kennslu og prófavinnu og 10% í önnur verkefni.
Umsjón og kennsla stuðningsnáms fyrir nemendur í grunnámskeiðum í stærðfræði
Val á verkefnum, skipulag nemendahópa, eftirlit með mætingu og námsmat
Kennsla við önnur námskeið á námsbraut í stærðfræði eftir samkomulagi
Fundarseta og önnur tilfallandi þátttaka innan deildar
Meistarapróf í stærðfræði eða skyldum greinum, t.d. verkfræði eða eðlisfræði
Reynsla af kennslu á háskóla- eða framhaldsskólastigi
Hæfni til að kenna hópum og virkja þá í kennslustund
Góð færni í íslensku og ensku í ræðu og riti
Samstarfshæfni og lipurð í mannlegum samskiptum
Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.
Við Verkfræði- og náttúruvísindasvið er stuðningur við nemendur í sífelldri þróun. Á vormisseri 2026 er stefnt að því að bjóða nemendum upp á námskeið sem veitir þeim rétt til endurtektar lokaprófs í námskeiðinu Stærðfræðigreining I . Skipulag kennslu er mótað í samstarfi við námsbraut í stærðfræði og stjórn Verkfræði- og náttúruvísindasviðs. Námið skal fara fram að miklu leyti í verkefnavinnu eftir kennsluaðferð hugsandi skólastofu, eða sambærilegum aðferðum, og er kennt eftir hádegi.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn:
Ferilskrá
Kynningarbréf þar sem fjallað er um hvernig umsækjandi uppfyllir þær hæfnikröfur sem settar eru fram í auglýsingunni og hvað hann telur sig geta lagt af mörkum til starfsins
Afrit af prófskírteinum
Upplýsingar um umsagnaraðila
Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknafrests.
Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans.Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands.
Háskóli Íslands hefur frá stofnun verið undirstaða atvinnulífs og framfara í íslensku samfélagi. HÍ er jafnframt framsækinn rannsóknarháskóli og virkur þátttakandi í alþjóðlegu vísindasamstarfi.
Háskóli Íslands er stærsti háskóli landsins og býður upp á hátt í 400 námsleiðir í grunn-, meistara- og doktorsstigi. Um 14.000 nemendur stunda nám við skólann, þar af yfir 2.000 alþjóðlegir nemar.
Við Háskóla Íslands starfa yfir 1.800 manns. Skólinn leggur áherslu á að laða til sín fjölbreyttan hóp starfsfólks og stúdenta í alþjóðlegt fræðasamfélag þar sem akademískt frelsi, fagmennska, jafnrétti, fjölbreytileiki og inngilding eru í öndvegi.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 14.11.2025
Fá tilkynningu um svipuð störf
Doktorsnemi í Marie Sklodowska-Curie Actions verkefni við umhverfis- og byggingarverkfræðideild Hlusta Laust er til umsóknar fullt starf doktorsnema við Umhverfis-...
Sækja um þetta starfLektor í heimilislækningum Hlusta Laus eru til umsóknar tvö 25% störf lektora í heimilislækningum á fræðasviði heimilislæknisfræði við Læknadeild Háskóla...
Sækja um þetta starfLektor í kennslu hönnunar og smíða hjá Menntavísindasviði Háskóla Íslands Hlusta Laust er til umsóknar fullt starf lektors á sviði...
Sækja um þetta starfNýdoktor við rannsóknir á rituðum heimildum um skelfisk Hlusta Laust er til umsóknar fullt starf nýdoktors við Rannsóknasetur Háskóla Íslands...
Sækja um þetta starfDoktorsnemi í Rannís verkefni við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Hlusta Laust er til umsóknar 80% starf doktorsnema við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild...
Sækja um þetta starfRannsóknarlektor í jarðefnafræði Hlusta Laust er til umsóknar 50% starf rannsóknarlektors í jarðefnafræði við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Rannsóknalektorinn mun starfa...
Sækja um þetta starf