Háskóli Íslands
Betri háskóli – betra samfélag
Laust er til umsóknar fullt starf aðjúnkts á sviði íþrótta- og heilsufræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Leitað er að íþróttafræðingi sem hefur brennandi áhuga á að koma að menntun íþróttakennara / íþróttaþjálfara og þróun kennslu við námsbrautina. Starfsskyldur aðjúnkts munu meðal annars felast í umsjón með vettvangsnámi nemenda í íþróttafræði. Meðal námsskeiða sem koma til greina að aðjúnktinn kenni eru Námskrá og námsmat, Kennslufræði íþrótta, Áskoranir og nýsköpun í íþróttum, Íþróttagreinar s.s. knattleikir, Markaðsfræði og stjórnun og íþróttir og samfélag.
Kennsla í námskeiðum í íþrótta og heilsufræði, í grunn- og framhaldsnámi.
Leiðsögn með lokaverkefnum nemenda.
Þátttaka í rannsóknum.
Þátttaka í stjórnun deildarinnar.
Umsjón með vettvangsnámi nemenda í íþróttafræði.
Bakkalárgráða í íþróttafræði.
Meistarapróf á sviði íþróttafræði eða skyldra fræðigreina.
Reynsla af kennslu í grunn- eða framhaldsskóla.
Reynsla af kennslu í Háskóla er kostur.
Reynsla af vinnu við rannsóknir á fræðasviðinu er kostur.
Reynsla á störfum innan íþróttahreyfingarinnar er æskileg.
Samstarfshæfni og lipurð í samskiptum.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.
Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn:
Ferilskrá
Staðfest afrit af prófskírteinum
Greinagerð þar sem áhuga fyrir starfinu er lýst og fjallað um hvað umsækjandi getur lagt af mörkum til þess
Upplýsingar um umsagnaraðila
Við ráðningu verður miðað við að sá er starfið hlýtur falli sem best að aðstæðum og þörfum námsbrautar í íþrótta- og heilsufræði og sviðsins í heild.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. júlí 2025.
Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.
Við ráðningar í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans.Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands.
Á Menntavísindasviði fer fram rannsóknatengt starfsnám fyrir kennara á leik-, grunn- og framhalds- og háskólastigi, uppeldis- og menntunarfræðinga, íþrótta- og heilsufræðinga, tómstunda- og félagsmálafræðinga og þroskaþjálfa. Lögð er áhersla á rannsóknir og þróunarstarf sem unnið er í samstarfi við starfsvettvang.
Háskóli Íslands er stærsta kennslu-, rannsókna- og vísindastofnun Íslands. Háskólinn veitir nemendum víðtæka menntun á öllum helstu fræðasviðum og þjónar stofnunum, fyrirtækjum og stjórnvöldum í þágu almannaheilla. Háskóli Íslands býður fjölbreytt nám á öllum stigum og er eini háskóli landsins sem býður grunnnám og framhaldsnám á öllum helstu fræðasviðum.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 22.04.2025
Örn Ólafsson, orn@hi.is
Lára Rún Sigurvinsdóttir, lararun@hi.is
Sími: 5255905
Fá tilkynningu um svipuð störf
Doktorsnemi í rafmagns- og tölvuverkfræði Hlusta Óskað er eftir umsóknum um fullt starf doktorsnema í rafmagns- og tölvuverkfræði. Starfið liggur...
Sækja um þetta starfAðjúnkt við Námsbraut í lífeindafræði – Læknadeild – Heilbrigðisvísindasvið Hlusta Laust er til umsóknar fullt starf aðjúnkts við Námsbraut í...
Sækja um þetta starfNýdoktorasjóður Háskóla Íslands 2025 Hlusta Háskóli Íslands auglýsir nýdoktorastörf sem ætluð eru þeim sem hafa lokið doktorsprófi á síðastliðnum sjö...
Sækja um þetta starfLektor við Námsbraut í sjúkraþjálfun – Heilbrigðisvísindasvið – Háskóli Íslands Hlusta Laust er til umsóknar fullt starf lektors við Námsbraut...
Sækja um þetta starfLektor í lífefnafræði Hlusta Laust er til umsóknar fullt starf lektors í lífefnafræði við námsbraut í lífefna- og sameindalíffræði innan...
Sækja um þetta starfDoktorsnemi við rannsóknir á áhrifum umritunar á frumusérhæfingu – Lífvísindasetur Háskóla Íslands Hlusta Laust er til umsóknar starf doktorsnema til...
Sækja um þetta starf