Háskóli Íslands
Betri háskóli – betra samfélag
Laust er til umsóknar fullt starf aðjúnkts við Námsbraut í Lífeindafræði.
Starfskyldur aðjúnktsins skiptast í kennslu, stjórnun og rannsóknir. Í stjórnun getur m.a. falist að sinna hlutverki formanns námsbrautar, í samræmi við reglur Háskóla Íslands þar um. Í hlutverki formanns námsbrautar felst að stýra námsbrautinni en sviðsforseti setur formanni námsbrautar sérstakt erindisbréf sem kveður á um hlutverk, ábyrgð og skyldur á meðan gegnt er hlutverki formanns námsbrautar.
Kennsla og námsmat á sviði sýklafræði
Rannsóknatengd störf á sérsviði sínu innan lífeindafræðinnar
Meistarapróf í lífeindafræði.
Starfsleyfi sem lífeindafræðingur, gefið út af Embætti landlæknis.
Sérfræðingsleyfi í lífeindafræði, gefið út af Embætti landlæknis.
Reynsla af stjórnun er æskileg.
Reynsla af kennslu í lífeindafræði er æskileg.
Reynsla af leiðbeiningu í lífeindafræði til æðri háskólagráðu er æskileg.
Góð samstarfshæfni og lipurð í mannlegum samskiptum.
Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
Góð íslensku- og enskukunnátta, bæði í ræðu og riti.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.
Við ráðningu verður miðað við að sá er starfið hlýtur falli sem best að aðstæðum og þörfum Námsbrautar í lífeindafræði.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst, eða samkvæmt nánara samkomulagi.
Umsækjendur skulu láta eftirfarandi gögn fylgja umsókn sinni.
Kynningarbréf þar sem m.a. kemur fram hvernig umsækjandi uppfyllir hæfniskröfur
Prófskírteini eða eftir atvikum vottorð um námsferil
Vottorði um sérfræðingsleyfi
Akademísk ferilskrá (Curriculum Vitae)
Upplýsingar um mögulega umsagnaraðila sem hafa má samband við
Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.
Við ráðningar í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans.
Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands.
Innan Háskólans eru fimm fræðasvið og deildir skólans eru 26 talsins. Háskóli Íslands býður fjölbreytt nám á öllum stigum og er eini háskóli landsins sem býður grunnnám og framhaldsnám á öllum helstu fræðasviðum. Jafnframt er Háskóli Íslands öflugur rannsóknaháskóli á alþjóðlega vísu og hafa vísindamenn Háskólans hlotið fjölmargar alþjóðlegar viðurkenningar fyrir vísindastörf sín.
Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands er í fararbroddi á sviði heilbrigðismála á Íslandi og gegnir lykilhlutverki í uppbyggingu íslenska heilbrigðiskerfisins með menntun heilbrigðisstarfsmanna. Helstu sérfræðingar þjóðarinnar í heilbrigðisvísindum koma að kennslu og rannsóknum á sviðinu.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 22.04.2025
Þórarinn Guðjónsson, tgudjons@hi.is
Sími: 5254879
Fá tilkynningu um svipuð störf
Lektor við Námsbraut í sjúkraþjálfun – Heilbrigðisvísindasvið – Háskóli Íslands Hlusta Laust er til umsóknar fullt starf lektors við Námsbraut...
Sækja um þetta starfDoktorsnemi í rafmagns- og tölvuverkfræði Hlusta Starf doktorsnema í rafmagns- og tölvuverkfræði á sviði læknisfræðilegrar myndgreiningar eru laust til umsóknar....
Sækja um þetta starfNýdoktorasjóður Háskóla Íslands 2025 Hlusta Háskóli Íslands auglýsir nýdoktorastörf sem ætluð eru þeim sem hafa lokið doktorsprófi á síðastliðnum sjö...
Sækja um þetta starfDoktorsnemi í eðlisefnafræði (tilraunastaða) Hlusta Laust er til umsóknar starf doktorsnema í eðlisefnafræði við Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands. Starfið...
Sækja um þetta starfDoktorsnemi í eðlisfræði Hlusta Laust er til umsóknar starf doktorsnema í eðlisfræði við Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands. Starfið er...
Sækja um þetta starfDoktorsnemi í eðlisefnafræði (fræðileg staða) Hlusta Laust er til umsóknar starf doktorsnema í eðlisefnafræði við Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands....
Sækja um þetta starf