Við embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum er laus til umsóknar staða aðstoðaryfirlögregluþjóns í almennri deild á löggæslusviði.
Stefnt er að því að setja í embættið frá og með 1. janúar 2023 til reynslu í eitt ár með skipun í huga að reynslutíma loknum.
Hjá embættinu vinna um 200 manns í ólíkum og krefjandi störfum en í umdæmi lögreglu er stærsti alþjóðaflugvöllur landsins, Keflavíkurflugvöllur.
Á góðum vinnustað reynir á margs konar færni starfsmannsins og hér gefst einstakt tækifæri til að öðlast reynslu við lausn verkefna fyrir lögreglumenn sem sækja vilja fram.
Við viljum vera þekkt fyrir góða þjónustu og fagleg vinnubrögð. Að hér starfi vel þjálfaðir lögreglumenn. Að starfsandi sé góður og að hér vilji lögreglumenn vinna til frambúðar.
Í ráðningarferlinu verður stuðst við stjórnendastefnu ríkisins þar sem m.a. er lögð áhersla á að stjórnandi gangi fram með góðu fordæmi og sýni frumkvæði í starfi.
Við leitum að kraftmiklum og jákvæðum leiðtoga til að leiða lögregluliðið inn í framtíðina.
*Sjá 6. gr. reglugerðar um starfsstig innan lögreglunnar nr. 1051/2006.
Skilyrði
Mikilvægir kostir
Mikilvægir eiginleikar
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Landssamband lögreglumanna hafa gert.
Starfið er dagvinna.
Eftirfarandi upplýsingum er beint til umsækjenda. Samkvæmt 28. gr. a lögreglulaga nr. 90/1996 er mælt fyrir um að engan megi skipa, setja eða ráða til starfa hjá lögreglu sem hefur gerst sekur um refsivert athæfi sem telja má svívirðilegt að almenningsáliti eða sýnt af sér háttsemi sem getur rýrt það traust sem starfsmenn lögreglu verða almennt að njóta. Til þess að staðreyna þetta er lögreglu heimilt að afla upplýsinga úr sakaskrá og málaskrám lögreglu.
Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir um að sækja um starfið með því að smella á hlekkinn hér að neðan og láta ferilskrá og kynningarbréf fylgja með sem viðhengi. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir um að vanda umsóknir sínar.
Einungis er tekið við umsóknum með þessum hætti. Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur verða ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
Varðandi persónuverndarákvæði gagnvart umsækjendum, sjá vef lögreglunnar: https://www.logreglan.is/wp-content/uploads/2020/04/Persónuverndaryfirlýsing-til-umsækjenda.pdf
Auglýsing þessi gildir í 6 mánuði, sbr. ákvæði 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 464/1996 um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 30.11.2022
Bjarney Sólveig Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn
–
[email protected]
–
4442200
Kristín Þórdís Þorgilsdóttir
–
[email protected]
–
4442200
Stjórnarráðið | Auglýsing úr Orra Hoppa yfir valmynd Navigation fyrir stærri skjái Stjórnarráð ÍslandsSkjaldarmerki – Fara heim Verkefni Verkefni...
Sækja um starfRannsóknarlögreglumaður – Akureyri – Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra auglýsir lausa til umsóknar stöðu rannsóknarlögreglumanns við embættið,...
Sækja um starfNokkrar stöður tollvarða í Reykjavík eru lausar til umsóknar hjá Skattinum – Tollgæslu Íslands. Störf tollvarða eru fjölbreytt og lifandi...
Sækja um starf