Háskóli Íslands
Betri háskóli – betra samfélag
Starf doktorsnema í umhverfisverkfræði, byggingarverkfræði eða umhverfisvísindum, á sviði sjálfbærra ofanvatnslausna (einnig nefndar náttúrumiðaðar, blágrænar ofanvatnslausnir eða innviðir í borg) er laust til umsóknar. Verkefnið er styrkt til þriggja ára af Rannsóknasjóði Rannís.
Blágrænir innviðir (BGI) hafa í vaxandi mæli verið innleiddir sem hagkvæmur og umhverfisvænn kostur til að draga úr neikvæðum áhrifum vegna þéttingu byggðar og loftslagsbreytinga. BGI veita fjölhliða þjónustu, eins og að draga úr flóðahættu, hreinsa vatn, kæla niður borgir og minnka losun kolefnis í andrúmsloft. Skilvirkni BGI minnkar þó á veturna vegna frosts, og skorts á líffræðilegri virkni. Rannsóknir síðustu áratuga á vegum Umhverfis- og byggingarverkfræðideildar Háskóla Íslands hafa sýnt fram á að aðstæður í köldu sjávarloftslagi, svo sem tíð umskipti frosts og þýðutíð, regn á snjó og ósamfelld snjóþekja dragi úr vatnafræðilegri virkni á veturna. Frekari upplýsingar um verkefnið má finna hér.
Markmið doktorsverkefnisins er að meta vatnsbúskap og kolefnisbindingu tveggja nýbyggðra regnbeða sem taka við afrennsli af þaki kennslubyggingar á lóð Háskóla Íslands.
Starfið felst í því að fínstilla tilraunaaðstöðuna utandyra og safna heildstæðum gögnum yfir 2.5 ára tímabil í öllum veðuraðstæðum. Það felur m.a. í sér að mæla handvirkt kolefnisflutninga á yfirborði í tveimur regnbeðum, nærliggjandi grasflöt og gróðurþökum í hverri viku, og að starfrækja síritandi mælibúnað sem metur rennsli inn og út úr regnbeðunum, jarðvegseiginleika og veðurfar. Doktorsneminn þarf að hafa áhuga á að framkvæma felt rannsóknir utandyra í köldu loftslagi sem hluti af þverfaglegu rannsóknateymi. Doktorsneminn mun greina gögnin með tölfræðilegum aðferðum, skrifa niðurstöðurnar í formi þriggja vísindaritgerða á ensku sem birtar verða í virtum alþjóðlegum tímaritum. Þar að auki mun doktorsneminn skrifa skýrslu/leiðbeiningar um hönnun og reynslu af rekstri af regnbeðum fyrir íslenskt fagfólk og kynna niðurstöður á innlendum og erlendum ráðstefnum. Þá mun nemandinn leggja sitt af mörkum til stærra, þverfaglegs rannsóknarteymis, sem samanstendur af meistara- og doktorsnemum.
Starfsaðstaða verður í Umhverfis og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands. Rannsóknavinnan verður unnin í samstarfi við Landbúnaðarháskóla Íslands og Landgræðslu Íslands.
Meistaragráða í umhverfisverkfræði, byggingarverkfræði eða umhverfisvísindum.
Góð undirstaða í vatnafræðilegum ferlum, jarðvegseiginleikum og/eða vatnafræðilegum aðferðum við að greina gögn er æskileg.
Góð færni í notkun tölvuforrita (t.d. Excel, Matlab, R).
Áreiðanleiki, frumkvæði, nákvæmni og sjálfstæði í vinnubrögðum, ásamt góðri samskipta- og samstarfshæfni.
Þjálfun í efnagreiningum á tilraunastofu (örugg meðhöndlun efna, s.s. sýrur) er kostur.
Góð færni í ensku, bæði talaðri og skrifaðri.
Ráðning doktorsnema er háð því að nemandinn sæki formlega um doktorsnám við deildina og verði samþykktur inn í námið.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Upphafsdagur er 1. september 2025.
Umsókn skal innihalda eftirfarandi þætti:
Tveggja síðu greinargerð um áhugasvið í rannsóknum og hvernig umsækjandi getur lagt af mörkum við rannsóknina.
Ferilskrá, sem tilgreinir fyrri starfsreynslu, reynslu af efnafræðilegum greiningum, hugbúnaði og forritun, og skrá um birt efni og kynningar ef við á.
Prófskírteini úr háskólanámi (BS og MS) með lista yfir námskeið sem tekin hafa verið og upplýsingar um einkunnir (á íslensku eða ensku). Sé MS námi ekki enn lokið skal skila bréfi frá leiðbeinanda þar sem fram kemur hvenær ætlað er að ljúka MS prófi.
Upplýsingar um tvo umsagnaraðila (nafn, vinnustaður, tölvupóstfang) ásamt upplýsingum um tengsl þeirra við umsækjanda.
Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum verður tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt innan Háskólans í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.
Við ráðningar í störf við Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans.
Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands.
Háskóli Íslands er gróskumikið þekkingarsamfélag og er fjölbreyttur og lifandi vinnustaður. Akademískt frelsi, fagmennska og jafnrétti eru gildi skólans og er mikið lagt upp úr sveigjanleika og þátttöku starfsmanna í uppbygginu náms og rannsókna við skólann. Á Verkfræði- og náttúruvísindasviði starfa um 390 manns við rannsóknir og kennslu á sviði verkfræði og náttúruvísinda. Starfsumhverfið er alþjóðlegt enda eykst sífellt hlutfall erlendra starfsmanna og nemenda við sviðið, en fjórðungur bæði starfsmanna og framhaldsnema eru erlendir. Á sviðinu eru um 2000 nemendur og fjölmargir framhaldsnemar. Verkfræði- og náttúruvísindasvið stærir sig af fjölbreytileika og umbótasinnuðu umhverfi þar sem þekkingaröflun og miðlun er í fyrirrúmi.
Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands stundar fjölbreyttar rannsóknir sem tengjast Sjálfbærnimarkmiðum Sameinuðu Þjóðanna, s.s. 6 – hreint vatn og hreinlæti, 7 – endurnýjanleg vatnsafls- og vind orka, og 11 – sjálfbærar borgir. Deildin hefur sérfræðiþekkingu í vatnafræði, umhverfistækni, umhverfisfótspori, auk samgöngu-, jarðtækni- og burðarþolsverkfræði. Nánari upplýsingar um deildina má finna hér.
Starfshlutfall er 70-100%
Umsóknarfrestur er til og með 15.05.2025
Hrund Ólöf Andradóttir, hrund@hi.is
Fá tilkynningu um svipuð störf
Doktorsnemi í eðlisfræði Hlusta Laust er til umsóknar starf doktorsnema í eðlisfræði við Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands. Starfið er...
Sækja um þetta starfDoktorsnemi við rannsóknir á áhrifum umritunar á frumusérhæfingu – Lífvísindasetur Háskóla Íslands Hlusta Laust er til umsóknar starf doktorsnema til...
Sækja um þetta starfDoktorsnemi í landfræði Hlusta Laust er til umsóknar starf doktorsnema í landfræði við Líf- og umhverfisvísindadeild Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla...
Sækja um þetta starfAðjúnkt í íþróttafræði. Háskóli Íslands, Menntavísindasvið Hlusta Laust er til umsóknar fullt starf aðjúnkts á sviði íþrótta- og heilsufræði við...
Sækja um þetta starfDoktorsnemi í eðlisefnafræði (fræðileg staða) Hlusta Laust er til umsóknar starf doktorsnema í eðlisefnafræði við Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands....
Sækja um þetta starfDoktorsnemi í rafmagns- og tölvuverkfræði Hlusta Starf doktorsnema í rafmagns- og tölvuverkfræði á sviði læknisfræðilegrar myndgreiningar eru laust til umsóknar....
Sækja um þetta starf