Háskóli Íslands
Betri háskóli – betra samfélag
Laust er til umsóknar starf doktorsnema í eðlisfræði við Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands. Starfið er á sviði eðlisfræði hálfleiðara og rafeindatækni og er styrkt af Rannsóknasjóði Vísinda- og tækniráðs til þriggja ára.
Aflrafeindatæknin, í dag, byggir að miklu leyti á rafsviðssmárum (á ensku MOSFET) sem gerðir eru í hálfleiðaranum kísli (Si). Á síðustu árum hafa hins vegar komið fram á sjónarsviðið nýir smárar sem gerðir eru í hálfleiðaranum kísilkarbíð (SiC) sem hafa betri nýtni. Fram að þessu er þó einungis unnt að nota SiC smárana við mjög háar spennur (> 650 V) og er helsta notkunin í dag í rafbílum. Megnið af þeim rásum sem notaðar eru í aflrafeindatækni vinna hins vegar með spennur á bilinu 300-600 V og þar eru SiC smárarnir ekki samkeppnishæfir. Ástæðan er tengd því hvernig samskeyti SiC myndar við einangrandi efnið kísildíoxið (SiO2) sem nauðsynlegt er til stýra smáranum. Í þessu doktorsverkefni er unnið markvisst að því að leysa þetta vandamál með því að besta samskeytin á milli kísilkarbíðsins og einangrarans. Doktorsneminn mun vinna í hreinherbergi við ræktun þunnra einangrandi húða og mynstrun þeirra, auk greiningar á rafeiginleikum sýnanna. Vinnan mun fara fram bæði hérlendis sem og við alþjóðlegar rannsóknastofnanir. Ætlast er til að doktorsneminn kynni niðurstöður sínar í ræðu og riti á alþjóðlegum vísindaráðstefnum og með greinum í vísindatímaritum.
Leiðbeinendur verða Einar Örn Sveinbjörnsson, prófessor í eðlisfræði og Arnar Már Viðarsson nýdoktor. Rannsóknahópurinn hefur aðstöðu í Örtæknikjarna Háskóla Íslands og doktorsverkefnið er unnið í samstarfi við nokkra rannsóknarhópa erlendis.
Meistaragráða í eðlisfræði, verkfræðilegri eðlisfræði, efnisfræði, rafmagnsverkfræði eða skyldum greinum
Þekking á sviði hálfleiðara og einhver reynsla af störfum í hreinherbergi er æskileg
Hæfni til að vinna bæði sjálfstætt og í teymi
Góð enskukunnátta, bæði í rituðu og töluðu máli
Ráðning í starfið er háð því að umsækjandi sæki formlega um að hefja doktorsnám við Háskóla Íslands í viðeigandi deild og að umsóknin sé samþykkt af deildinni
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.
Umsóknum skal skila inn rafrænt í gegnum samskiptagátt Háskóla Íslands. Umsókninni skal fylgja:
Kynningarbréf þar sem fram kemur hvað vekur áhuga umsækjanda á verkefninu og ástæður þess að viðkomandi vill vinna að doktorsverkefni (hámark ein blaðsíða)
Ferilskrá (hámark þrjár blaðsíður)
Afrit af prófskírteinum (grunnnám og meistaranám)
Upplýsingar um tvo meðmælendur og hvernig má hafa samband við þá
Upphafsdagur verkefnisins er umsemjanlegur en æskilegt væri að hefja störf 1. september 2024.
Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans, sjá hér: http://www.hi.is/haskolinn/ jafnrettisaaetlun#markmid2.
Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands, sjá hér: https://www.hi.is/haskolinn/ malstefna_haskola_islands.
Háskóli Íslands er gróskumikið þekkingarsamfélag og er fjölbreyttur og lifandi vinnustaður. Akademískt frelsi, fagmennska og jafnrétti eru gildi skólans og er mikið lagt upp úr sveigjanleika og þátttöku starfsmanna í uppbygginu náms og rannsókna við skólann. Á Verkfræði- og náttúruvísindasviði starfa um 390 manns við rannsóknir og kennslu á sviði verkfræði og náttúruvísinda. Starfsumhverfið er alþjóðlegt enda eykst sífellt hlutfall erlendra starfsmanna og nemenda við sviðið, en fjórðungur bæði starfsmanna og framhaldsnema eru erlendir. Á sviðinu eru um 2000 nemendur og fjölmargir framhaldsnemar. Verkfræði- og náttúruvísindasvið stærir sig af fjölbreytileika og umbótasinnuðu umhverfi þar sem þekkingaröflun og miðlun er í fyrirrúmi.
Starfshlutfall er 70-100%
Umsóknarfrestur er til og með 28.04.2025
Einar Örn Sveinbjörnsson, einars@hi.is
Fá tilkynningu um svipuð störf
Doktorsnemi í eðlisefnafræði (fræðileg staða) Hlusta Laust er til umsóknar starf doktorsnema í eðlisefnafræði við Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands....
Sækja um þetta starfDoktorsnemi í rafmagns- og tölvuverkfræði Hlusta Starf doktorsnema í rafmagns- og tölvuverkfræði á sviði læknisfræðilegrar myndgreiningar eru laust til umsóknar....
Sækja um þetta starfNýdoktorasjóður Háskóla Íslands 2025 Hlusta Háskóli Íslands auglýsir nýdoktorastörf sem ætluð eru þeim sem hafa lokið doktorsprófi á síðastliðnum sjö...
Sækja um þetta starfNýdoktor eða tölfræðingur við Miðstöð í lýðheilsuvísindum, Háskóla Íslands Hlusta Laust er til umsóknar fullt starf nýdoktors eða reynslumikils tölfræðings...
Sækja um þetta starfDoktorsnemi við rannsóknir á áhrifum umritunar á frumusérhæfingu – Lífvísindasetur Háskóla Íslands Hlusta Laust er til umsóknar starf doktorsnema til...
Sækja um þetta starfDoktorsnemi í eðlisefnafræði (tilraunastaða) Hlusta Laust er til umsóknar starf doktorsnema í eðlisefnafræði við Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands. Starfið...
Sækja um þetta starf