Háskóli Íslands
Betri háskóli – betra samfélag
Námsbraut í félagsfræði við Háskóla Íslands auglýsir starf doktorsnema sem styrkt er til þriggja ára. Um er að ræða rannsóknarverkefni á sviði félagsfræði frávikshegðunar (sociology of deviance).
Um er að ræða nýtt rannsóknarverkefni sem fjármagnað er af Rannsóknasjóði Háskóla Íslands. Verkefnið hefst í janúar 2024 og snýr að kenningum um félagslega stimplun og smán (stigma). Í verkefninu verður framkvæmd eigindleg (qualitative) rannsókn á reynslu einstaklinga af því að vera stimplaðir sem félagsleg frávik á opinberum vettvangi.
Doktorsneminn mun að óbreyttu stunda rannsóknir á Íslandi en þó er einnig mögulegt að víkka út verkefnið og framkvæma hluta þess erlendis skapist tækifæri og fjármagn til þess. Rannsókninni verður stýrt af aðalleiðbeinanda doktorsnemans, dr. Jóni Gunnari Bernburg, prófessor í félagsfræði.
Þátttaka í rannsóknarvinnu í samstarfi við aðalleiðbeinenda.
Eigindleg gagnaöflun og greining, fyrst og fremst með viðtölum sem framkvæmd verða í trúnaði en líka með tilviksgreiningu á fjölmiðlaumfjöllun.
Miðlun rannsóknarniðurstaðna, einkum í formi doktorsritgerðar (3-5 greina í viðurkenndum vísindatímaritum), en þó einnig í formi fyrirlestra á alþjóðlegum ráðstefnum og meðal almennings.
Skipulag vinnustofa í samvinnu við samstarfsteymi.
Meistarapróf félagsfræði eða skyldum greinum með að lágmarki fyrstu einkunn
Lokið námskeiði á framhaldsstigi háskóla um eigindlegar rannsóknir (viðtöl/staðarathuganir)
Reynsla af framkvæmd og greiningu á eigindlegum rannsóknargögnum (viðtölum/ staðarathugunum) er æskileg
Góð enskukunnátta
Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og skipulagshæfni
Góð hæfni í mannlegum samskiptum
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.
Starfskjör og -skilyrði:
Bjóðist umsækjanda starfið þarf viðkomandi að sækja formlega um doktorsnám í félagsfræði við Háskóla Íslands. Inntaka í doktorsnám er forsenda ráðningarinnar.
Skilyrði er að umsækjandi sinni starfinu í Háskóla Íslands og búi á Íslandi á starfstímanum. Engu að síður þarf umsækjandinn að geta sótt ráðstefnur erlendis vegna rannsóknarinnar. Auk þess er gerð krafa um það í doktorsnáminu að umsækjandi dvelji um hríð við erlenda rannsóknarstofnun.
Gögn sem þurfa að fylgja umsókninni:
Kynningarbréf (um það bil 2 blaðsíður) á ensku þar sem fram kemur hvað vekur áhuga umsækjanda á verkefninu og hvað viðkomandi hefur fram að færa við mótun og vinnslu þess.
Ferilskrá (1-2 bls.) á ensku þar sem fram kemur starfsreynsla, hæfni tengd verkefninu og ritaskrá ef við á.
Staðfest afrit af prófskírteinum (BA/BSc og MA/MSc).
Afrit af meistararitgerð eða rannsóknargreinum ef við á.
Tvö meðmælabréf og upplýsingar um hvernig nálgast megi umsagnaraðilana.
Aðrar upplýsingar:
Umsóknin á að vera á ensku.
Doktorsneminn þarf að geta byrjað sem fyrst og eigi síðar en 1. janúar 2025.
Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.
Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans, sjá hér: http://www.hi.is/haskolinn/jafnrettisaaetlun#markmid2
Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands, sjá hér: https://www.hi.is/haskolinn/malstefna%5Fhaskola%5Fislands
Háskóli Íslands er stærsta kennslu-, rannsókna- og vísindastofnun Íslands. Háskóli Íslands er gróskumikið þekkingarsamfélag og er fjölbreyttur og lifandi vinnustaður. Akademískt frelsi,fagmennska og jafnrétti eru gildi skólans og er mikið lagt upp úr sveigjanleika og þátttöku starfsmanna í uppbygginu náms og rannsókna við skólann.
Á Félagsvísindasviði starfa vel á þriðja hundrað manns við kennslu og rannsóknir. Vísindafólk sviðsins stundar grunnrannsóknir, hagnýtar rannsóknir og þjónusturannsóknir og lögð er áhersla á fjölbreytta miðlun þekkingar, öflugar samræður víð íslenskt samfélag og alþjóðlega fræðasamfélagið.
Námsbraut í félagsfræði starfar innan Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideildar sem er ein sex deilda Félagsvísindasviðs. Markmið námsbrautar í félagsfræði er að brautskrá framúrskarandi félagsfræðinga sem eiga þátt í því að efla fagið innan skólans sem utan.
Starfshlutfall er 60-85%
Umsóknarfrestur er til og með 07.10.2024
Jón Gunnar Bernburg, bernburg@hi.is
Fá tilkynningu um svipuð störf
Umsjónarmaður rannsóknarstofa í jarðefnafræði Hlusta Til umsóknar er starf umsjónarmanns/tæknimanns á rannsóknarstofu í jarðefnafræði við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Um er...
Sækja um þetta starfNýdoktor eða rannsóknamaður við Námsbraut í talmeinafræði – rannsókn á sviði málþroska (íslenska sem annað mál) Hlusta Auglýst er fullt...
Sækja um þetta starfDoktorsnemi í tilraunastjarneðlisfræði Hlusta Auglýst er eftir umsóknum um starf doktorsnema í stjarneðlisfræði með áherslu á rannsóknir tengdar örbylgjukliðnum. Námið...
Sækja um þetta starfEngjaborg er fjögurra deilda leikskóli í Grafarvogi. Í Engjaborg er lögð áhersla á nám og velferð barna þar sem allir...
Sækja um þetta starfViltu vera hluti af skemmtilegum hópi starfsfólks í Furuskógi? Leikskólasérkennari/þroskaþjálfi óskast til starfa í leikskólann Furuskóg til að sinna umönnun,...
Sækja um þetta starfLeitað er eftir starfsmanni í stuðningsstöðu vegna barna með sérþarfir. Æskilegat er að starfsmaðurinn hafi reynslu af vinnu með börnum,...
Sækja um þetta starf