Háskóli Íslands
Betri háskóli – betra samfélag
Laust er til umsóknar fullt starf doktorsnema í landfræði eða ferðamálafræði við Líf- og umhverfisvísindadeild á Verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands. Starfið er tímabundið til tveggja ára.
Starfið er í samstarfi við, og verður sérstakur verkþáttur innan þverfaglegs verkefnis sem kallast Vöktun og stjórnun gesta á friðlýstum svæðum og öðrum náttúruskoðunarstöðum: nýjar áskoranir, nýjar lausnir fyrir mannkyn (Visitor monitoring and management in protected and recreational areas: new challenges og novel solutions for the Anthropocene – VIMAS). Starfið er fjármagnað til tveggja ára í gegnum ESB Horizon Marie Sklodowska-Curie Action. Tíu doktorsnemar vinna í verkefninu.
Starfið getur verið hvort sem er á sviði landfræði eða ferðamálafræði og mun beina sjónum að sjálfbærri stjórnun ferðamennsku og útivistar innan og í kringum friðlýst svæði, með sérstakri áherslu á að bæta vöktun og efla félagslega þátttöku í stýringu ferðamennsku. Doktorsneminn mun kanna hvernig náttúrutengd ferðaþjónusta mótar og vöruvæðir náttúruna út frá sjónarhornum nýfrjálshyggju og umhverfisréttlætis. Enn fremur hvernig vöxtur ferðaþjónustu hefur áhrif á almenningarrétt, landnotkun og nærsamfélög. Gert ráð fyrir að doktorsneminn taki þátt í þjálfunarbúðum þar sem lögð er áhersla á vísindalega færniþjálfun. Auk þess mun hann taka þátt í ýmis konar annarri starfsemi sem tengist VIMAS netinu og vettvangsvinnu til að afla nauðsynlegra gagna fyrir verkefnið.
VIMAS-samstarfsnetið samanstendur af sjö háskólum í sex löndum Norður-Evrópu og nýtur stuðnings fjórtán samstarfsaðila úr viðskiptalífinu, opinberum stofnunum og aðilum á sviði hagnýtra rannsókna frá Evrópu og Norður-Ameríku. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu VIMAS.
Meistaragráða í landfræði, ferðamálafræði, eða skyldum greinum
Hæfni til að vinna sjálfstætt og í teymi
Færni í að kynna niðurstöður verkefnisins í ritrýndum vísindagreinum og á ráðstefnum innanlands og erlendis
Góð enskukunnátta í töluðu og rituðu máli
Æskilegt er að umsækjandi hafi færni í tölfræði, ArcGIS, PPGIS og kerfisgreiningu
Umsækjendur mega ekki hafa verið búsettir eða stundað vinnu eða nám hér á landi í meira en 12 mánuði á síðustu 36 mánuðum fyrir ráðningardag (kröfur frá styrktaraðila ESB Horizon, svokölluð hreyfanleikaregla)
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.
Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn:
Ferilskrá
Kynningarbréf þar sem fjallað er um hvernig umsækjandi uppfyllir þær hæfnikröfur sem settar eru fram í auglýsingunni og hvað hann telur sig geta lagt af mörkum til starfsins
Afrit af prófskírteinum og meistararitgerð
Upplýsingar um umsagnaraðila
Ráðning er háð því að nemandinn sæki formlega um doktorsnám við deildina og verði samþykktur í það, stundi hann ekki doktorsnám nú þegar.
Starfið er við Háskóla Íslands í Reykjavík og er gert ráð fyrir að doktorsneminn verði að mestu staðsettur þar á meðan á náminu stendur.
Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknafrests.
Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans. Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands.
Háskóli Íslands hefur frá stofnun verið undirstaða atvinnulífs og framfara í íslensku samfélagi. HÍ er jafnframt framsækinn rannsóknarháskóli og virkur þátttakandi í alþjóðlegu vísindasamstarfi.
Háskóli Íslands er stærsti háskóli landsins og býður upp á hátt í 400 námsleiðir í grunn-, meistara- og doktorsstigi. Um 14.000 nemendur stunda nám við skólann, þar af yfir 2.000 alþjóðlegir nemar.
Við Háskóla Íslands starfa yfir 1.800 manns. Skólinn leggur áherslu á að laða til sín fjölbreyttan hóp starfsfólks og stúdenta í alþjóðlegt fræðasamfélag þar sem akademískt frelsi, fagmennska, jafnrétti, fjölbreytileiki og inngilding eru í öndvegi.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 01.12.2025
Fá tilkynningu um svipuð störf
Doktorsnemi í Marie Sklodowska-Curie Actions verkefni við umhverfis- og byggingarverkfræðideild Hlusta Laust er til umsóknar fullt starf doktorsnema við Umhverfis-...
Sækja um þetta starfDoktorsnemi í Rannís verkefni við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Hlusta Laust er til umsóknar 80% starf doktorsnema við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild...
Sækja um þetta starfLektor í heimilislækningum Hlusta Laus eru til umsóknar tvö 25% störf lektora í heimilislækningum á fræðasviði heimilislæknisfræði við Læknadeild Háskóla...
Sækja um þetta starfLektor í kennslu hönnunar og smíða hjá Menntavísindasviði Háskóla Íslands Hlusta Laust er til umsóknar fullt starf lektors á sviði...
Sækja um þetta starfAðjúnkt 2 í stærðfræði Hlusta Laust er til umsóknar fullt starf aðjúnkts 2 í stærðfræði við Raunvísindadeild Verkfræði- og náttúruvísindasviðs...
Sækja um þetta starfNýdoktor við rannsóknir á rituðum heimildum um skelfisk Hlusta Laust er til umsóknar fullt starf nýdoktors við Rannsóknasetur Háskóla Íslands...
Sækja um þetta starf