Háskóli Íslands
Betri háskóli – betra samfélag
Starf doktorsnema í rafmagns- og tölvuverkfræði á sviði læknisfræðilegrar myndgreiningar eru laust til umsóknar. Verkefnið er styrkt af RANNÍS og er til þriggja ára. Verkefnið er samstarfsverkefni Háskóla Íslands og alþjóðlegra rannsóknahópa verkfræðinga og lækna frá bæði Evrópu og Bandaríkjunum.
Verkefnið snýr að þróun sjálfvirkra myndvinnsluaðferða til greiningar og rannsókna á heilahrörnun í sjúklingum með Parkinson plús sjúkdóma. Doktorsneminn mun þróa myndvinnsluaðferð, sem merkir þau heilasvæði sem tengjast þessum sjúkdómum út frá segulómmyndum og í framhaldi, þróa flokkara fyrir lífmerki tengd Parkinson plús sjúkdómum í von um að geta greint sjúkdómana fyrr en mögulegt er í dag. Aðferðirnar verða prófaðar á stórum gagnasöfnum segulómmynda frá Evrópu og Bandaríkjunum.
MS gráða á tengdum sviðum læknisfræðilegrar myndgreiningar, til dæmis rafmagns- og tölvuverkfræði, heilbrigðisverkfræði, tölvunarfræði, hagnýtri stærðfræði eða eðlisfræði.
Þekking á gervigreind, djúpum tauganetum og vélrænum lærdómi (e. machine learning) er kostur.
Sjálfstæð vinnubrögð og færni í mannlegum samskiptum.
Góð enskukunnátta í ræðu og riti.
Ráðning er háð því að umsækjandi sæki formlega um doktorsnám við deildina og að umsóknin sé samþykkt af deild, stundi umsækjandi ekki doktorsnám þar nú þegar.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Doktorsnemastarfið hefst haustið 2025 en möguleiki er á að hefja störf fyrr.
Umsókn skal innihalda:
Umsóknarbréf
Ferilskrá (starfsreynsla, forritunarhæfni, ritskrá ef einhver er)
Afrit af prófskírteinum (BS og MS)
Ein blaðsíða um áhuga á rannsóknum
Upplýsingar um tvo meðmælendur, tengsl þeirra við umsækjanda og hvernig má hafa samband við þá.
Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í allt að sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.
Við ráðningar í störf við Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans.
Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands.
Háskóli Íslands er stærsta kennslu-, rannsókna- og vísindastofnun. Háskóli Íslands er gróskumikið þekkingarsamfélag og er fjölbreyttur og lifandi vinnustaður. Akademískt frelsi, fagmennska og jafnrétti eru gildi skólans og er mikið lagt upp úr sveigjanleika og þátttöku starfsmanna í uppbygginu náms og rannsókna við skólann.
Á Verkfræði- og náttúruvísindasviði starfa um 400 manns við rannsóknir og kennslu á sviði verkfræði og náttúruvísinda. Starfsumhverfið er alþjóðlegt enda eykst sífellt hlutfall erlendra starfsmanna og nemenda við sviðið, en fjórðungur bæði starfsmanna og framhaldsnema eru erlendir. Á sviðinu eru um 2000 nemendur, þar af um fjórðungurinn framhaldsnemar. Verkfræði- og náttúruvísindasvið stærir sig af fjölbreytileika og umbótasinnuðu umhverfi þar sem þekkingaröflun og miðlun er í fyrirrúmi.
Starfshlutfall er 70-100%
Umsóknarfrestur er til og með 02.05.2025
Lotta María Ellingsen, lotta@hi.is
Fá tilkynningu um svipuð störf
Doktorsnemi við rannsóknir á áhrifum umritunar á frumusérhæfingu – Lífvísindasetur Háskóla Íslands Hlusta Laust er til umsóknar starf doktorsnema til...
Sækja um þetta starfDoktorsnemi á sviði tölfræðilegrar og tæknilegrar jarðskjálftafræði Hlusta Auglýst er laust til umsóknar starf doktorsnema á sviði tölfræðilegrar (statistical seismology)...
Sækja um þetta starfDoktorsnemi í landfræði Hlusta Laust er til umsóknar starf doktorsnema í landfræði við Líf- og umhverfisvísindadeild Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla...
Sækja um þetta starfLektor við Námsbraut í sjúkraþjálfun – Heilbrigðisvísindasvið – Háskóli Íslands Hlusta Laust er til umsóknar fullt starf lektors við Námsbraut...
Sækja um þetta starfDoktorsnemi í eðlisfræði Hlusta Laust er til umsóknar starf doktorsnema í eðlisfræði við Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands. Starfið er...
Sækja um þetta starfDoktorsnemi í efnafræði Hlusta Laust er til umsóknar starf doktorsnema í efnafræði við Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands undir leiðsögn...
Sækja um þetta starf