Háskóli Íslands
Betri háskóli – betra samfélag
Laust er til umsóknar starf til þriggja ára fyrir doktorsnema á sviði kennaramenntunar. Viðfangsefni nemans verður að vinna við rannsóknina Heildarsýn og umbætur í kennaramenntun. Tilgangur rannsóknarverkefnisins er að kanna með heilstæðum hætti inntak grunnskólakennaranáms á Íslandi. Verkefnið á að veita mikilvæga sýn á undirbúning kennara á landsvísu, sem og að þróa og meta aðferðir í kennaramenntun sem tengja saman fræði og starf með árangursríkum hætti. Nemandinn mun vinna undir leiðsögn dr. Amalíu Björnsdóttur, prófessors við deild kennslu- og menntunarfræði á Menntavísindasviði og dr. Berglindar Gísladóttur, lektors við deild faggreinakennslu á Menntavísindasviði Háskóla Íslands.
Starf doktorsnemans felst í gagnasöfnun, skráningu og greiningu gagna og fræðilegum skrifum ásamt leiðbeinendum og öðrum sem tengjast verkefninu. Þótt doktorsnemi gangi inn í mótað rannsóknarverkefni, býður þátttaka í verkefninu engu að síður upp á sveigjanleika og frekari afmörkun á rannsóknarspurningum. Gert er ráð fyrir að doktorsritgerð verði skilað í formi fræðigreina. Neminn gengur inn í réttindi og skyldur þær er fylgja því að vera doktorsnemi á Menntavísindasviði.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.
Forsenda ráðningar er inntaka í doktorsnám hjá Menntavísindasviði.
Starfið er styrkt af Rannsóknarsjóði.
Um meðferð umsókna, mat á hæfi umsækjenda og ráðningu í starfið er farið eftir ákvæðum laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla og reglna um Háskóla Íslands nr. 569/2009.
Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn:
Þegar ráðið er í starf doktorsnema er þeim gert að sækja formlega um doktorsnám sem fyrst og alls ekki síðar en þremur mánuðum eftir undirritun ráðningarsamnings. Þá afgreiðir doktorsnámsnefnd umsóknina. Fulltrúi doktorsnámsnefndar er með í ráðningarferlinu.
Gert er ráð fyrir að viðkomandi geti hafið störf vorið 2024 eða eftir samkomulagi.
Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.
Við ráðningar í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans.
Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands.
Á Menntavísindasviði fer fram rannsóknartengt starfsnám fyrir kennara á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi, uppeldis- og menntunarfræðinga, íþrótta- og heilsufræðinga, tómstunda- og félagsmálafræðinga, og þroskaþjálfa. Lögð er áhersla á rannsóknir og þróunarstarf sem unnið er í samstarfi við starfsvettvang. Menntavísindasvið er eitt af fimm fræðasviðum Háskóla Íslands. Starfsmenn sviðsins eru um 200 og nemendur um 3.500 talsins. Háskóli Íslands er stærsta kennslu-, rannsókna- og vísindastofnun Íslands og eini skólinn hérlendis sem er á báðum virtustu matslistunum yfir bestu háskóla heims, Times Higher Education World University Rankings og Shanghai Ranking.
Starfshlutfall er 70-90%
Umsóknarfrestur er til og með 02.10.2023
Amalía Björnsdóttir, Prófessor
–
[email protected]
Berglind Gísladóttir, Lektor
–
[email protected]
Samskiptafulltrúi á skrifstofu forstjóra Laus er til umsóknar staða samskiptafulltrúa á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Um er að ræða 70-80% stöðu...
Sækja um starfStjórnarráðið | Auglýsing úr Orra Hoppa yfir valmynd Navigation fyrir stærri skjái Stjórnarráð ÍslandsSkjaldarmerki – Fara heim Verkefni Verkefni...
Sækja um starfSkrifstofustjóri – Geðheilsuteymi HH austur Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins leitar eftir skrifstofu- og kerfisstjóra í ótímabundið starf við Geðheilsuteymi austur sem er þverfaglegt...
Sækja um starfÞjónustufulltrúi í afgreiðslu hjá Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu leitar eftir metnaðarfullum og framsýnum starfskrafti í stöðu þjónustufulltrúa í...
Sækja um starfStarf gjaldkera laust á innheimtu- og skráasviði Skattsins Viltu slást í hóp einstakra gjaldkera á innheimtu- og skráasviði Skattsins? Við...
Sækja um starfStjórnarráðið | Auglýsing úr Orra Hoppa yfir valmynd Navigation fyrir stærri skjái Stjórnarráð ÍslandsSkjaldarmerki – Fara heim Verkefni Verkefni...
Sækja um starf