Háskóli Íslands
Betri háskóli – betra samfélag
Laust er til umsóknar starf doktorsnema til rannsókna á sameindaferlum og stjórnun umritunar í stofnfrumum úr fósturvísum og frumkímfrumum músa við Háskóla Íslands.
Verkefnið er styrkt til þriggja ára af Rannsóknasjóði Vísinda- og tækniráðs og verður unnið við Lífvísindasetur (http://lifvisindi.hi.is) innan Læknadeildar Háskóla Íslands. Jafnframt mun neminn vera tengdur við Námsbraut í sameindalífvísindum við Háskóla Íslands. Erna Magnúsdóttir, dósent við Læknadeild verður leiðbeinandi í þessu verkefni. Heimasíðu rannsóknarhópsins má finna á http://magnuslab.is/.
Við námsbrautina er boðið upp á sameiginlegt framhaldsnám á milli rannsóknarstofa við Háskóla Íslands og stofnanir tengdum honum. Aðalmarkmið námsbrautarinnar er að skapa lifandi og þverfaglegt námsumhverfi jafnframt því að efla rannsóknir og nám í sameindalíffræði. Námsbrautin býður upp á tækifæri í rannsóknum og menntun í örvandi umhverfi fyrir nemendur sem vinna að meistara- eða doktorsgráðu.
Neminn mun rannsaka stjórnun umritunar við frumusérhæfingu, með það að markmiði að varpa ljósi á sameindaferla þá sem stjórna frumusérhæfingu á frumfóstursskeiði með áherslu á ákvörðun frumkímfruma. Rannsóknarnálgunin mun felast í sérhæfingu frumkímfruma úr stofnfrumum úr fósturvísum músa auk nýjustu aðferða við að meta bindingu umritunarþátta við litni á heilerfðamengisskala, eins og CUT&RUN, sem og RNA raðgreiningu á stökum frumum (scRNAseq). Auk þess verður notast við hefðbundnari sameindalíffræðilegar-, lífefnafræðilegar- og frumulíffræðilegar aðferðir auk CRISPR-Cas9 erfðabreytingartækninnar.
Meistarapróf í lífefnafræði, sameindalífvísindum eða skyldum greinum.
Góð reynsla af sjálfstæðum vísindastörfum á rannsóknastofu með lífefnafræði-, sameindalíffræði- og frumulíffræðilegum aðferðum.
Reynsla af vinnu við frumuræktir spendýrafruma.
Góð tölvufærni æskileg.
Góð enskukunnátta, bæði í töluðu og rituðu máli.
Sjálfstæð vinnubrögð og góða samskiptafærni.
Þeir sem sækja um doktorsstöður verða að uppfylla lágmarkskröfur sem gerðar eru til doktorsnema við Heilbrigðisvísindasvið HÍ.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Áætlað er að verkefnið hefjist í eigi síðar en í september 2025.
Vinsamlega skilið eftirfarandi gögnum með umsókninni:
Stuttu bréfi (ekki meira en 2 bls.) þar sem umsækjandi lýsir því hvernig hann uppfyllir skilyrði auglýsingarinnar. Auk þess skal lýst áhuga viðkomandi fyrir verkefninu og hvað hann getur lagt af mörkum til þess.
Ferilskrá.
Staðfest afrit af prófskírteinum (grunn- og meistaranám) og einkunnadreifing.
Nöfn, sími og tölvupóstfang tveggja meðmælanda (og lýsing á tengslum þeirra við umsækjandann).
Yfirlit yfir birtingar.
Umsækjendum er einnig boðið að senda PDF útgáfu af meistararitgerð sinni (á hvaða tungumáli sem er), sem og aðrar birtingar sem við eiga (hámark 5 skjöl).
Aðeins fullkláraðar umsóknir munu koma til greina.
Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin.
Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans.
Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands.
Heilrigðisvísindasvið Háskóla Íslands er í fararbroddi á sviði heilbrigðismála á Íslandi og gegnir lykilhlutverki í uppbyggingu íslenska heilbrigðiskerfisins með menntun heilbrigðisstarfsmanna. Helstu sérfræðingar þjóðarinnar í heilbrigðisvísindum koma að kennslu og rannsóknum á sviðinu.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 30.04.2025
Erna Magnúsdóttir, erna@hi.is
Fá tilkynningu um svipuð störf
Doktorsnemi í rafmagns- og tölvuverkfræði Hlusta Óskað er eftir umsóknum um fullt starf doktorsnema í rafmagns- og tölvuverkfræði. Starfið liggur...
Sækja um þetta starfDoktorsnemi í efnafræði Hlusta Laust er til umsóknar starf doktorsnema í efnafræði við Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands undir leiðsögn...
Sækja um þetta starfÍsafjarðarbær er sveitarfélag í sókn, þar sem einstök lífsgæði og fjölskylduvænt samfélag fara hönd í hönd. Í Ísafjarðarbæ eru öflugir...
Sækja um þetta starfDoktorsnemi í landfræði Hlusta Laust er til umsóknar starf doktorsnema í landfræði við Líf- og umhverfisvísindadeild Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla...
Sækja um þetta starfDoktorsnemi í eðlisfræði Hlusta Laust er til umsóknar starf doktorsnema í eðlisfræði við Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands. Starfið er...
Sækja um þetta starfDoktorsnemi í eðlisefnafræði (tilraunastaða) Hlusta Laust er til umsóknar starf doktorsnema í eðlisefnafræði við Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands. Starfið...
Sækja um þetta starf