Við leitum að tímabundnum liðsauka í hóp dómritara. Starfið felst í afar fjölbreyttum verkefnum sem tengjast rekstri og úrlausn dómsmála. Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð, stafræn hæfni og lipurð í samskiptum skipta lykilmáli í starfinu.
Dómritarar vinna náið með dómurum, aðstoðarmönnum dómara og öðru starfsfólki dómstólsins að því að tryggja réttláta og faglega málsmeðferð.
Meðal helstu verkefni dómritara:
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Fræðagarður hafa gert.
Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um hæfni viðkomandi til að gegna starfinu.
Starfið er tímabundið eða til 1. júlí 2024.
Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í allt að 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.
Um Héraðsdóm Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur er einn átta héraðsdómstóla landsins. Hann er með aðsetur við Lækjartorg í Reykjavík. Meðal verkefna dómstólsins er að leysa úr öllum þeim sakamálum og einkamálum sem til hans er beint. Úrlausnum hans verður skotið til áfrýjunardómstigs. Hjá dómstólnum starfa um 50 starfsmenn, sem eru héraðsdómarar, löglærðir aðstoðarmenn, dómritarar, skrifstofufulltrúar, dómverðir og annað starfsfólk. Nánari upplýsingar um starfsemi héraðsdómstólanna má finna á vef dómstólanna www.domstolar.is
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 17.08.2023
Hilda Valdemarsdóttir
–
[email protected]