Háskóli Íslands
Betri háskóli – betra samfélag
Laust er til umsóknar 50% starf dósents á fræðasviði bæklunarskurðlækninga við Læknadeild Háskóla Íslands. Starfið felur í sér kennslu og rannsóknir, auk stjórnunarskyldu.
Forsenda fyrir ráðningu í starf dósents er að viðkomandi sé sérfræðingur í bæklunarskurðlækningum og hafi aðstöðu á Landspítala til að sinna klínískri kennslu læknanema.
Dósentinum er ætlað að kenna námsefni á sviði bæklunarlækninga og leiðbeina nemendum í lokaverkefnum á grunn- og framhaldsstigi. Þá er dósentinum ætlað að stunda rannsóknir á sínu sérsviði og taka virkan þátt í nefndarstörfum deildar.
Doktorspróf eða próf sem jafnað verður til doktorsprófs, eða jafngild hæfni að mati dómnefndar.
Sérfræðileyfi í bæklunarskurðlækningum.
Rannsóknavirkni á fræðasviðinu, sjálfstæði og frumkvæði í rannsóknum.
Reynsla af háskólakennslu, fræðilegri og klíniskri, og leiðbeiningu til æðri háskólagráðu.
Stjórnunarreynsla.
Reynsla af öflun styrkja til rannsóknarstarfa.
Jákvætt viðmót og góð hæfni í mannlegum samskiptum.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.
Miðað er við að sá sem ráðinn verður geti hafið störf sem fyrst, eða skv. nánara samkomulagi.
Við ráðningu verður miðað við að einstaklingurinn sem hlýtur starfið falli sem best að aðstæðum og þörfum Læknadeildar.
Umsækjendur skulu láta eftirfarandi gögn fylgja umsókn sinni:
Kynningarbréf þar sem m.a. kemur fram hvernig umsækjandi uppfyllir hæfnikröfur.
Prófskírteini eða eftir atvikum vottorð um námsferil.
Akademíska ferilskrá (Curriculum Vitae).
Ritaskrá.
Skýrslu um vísindastörf og önnur störf sem þeir hafa unnið.
Greinargerð um rannsókna- og kennsluáform ef til ráðningar kemur.
Upplýsingar um mögulega umsagnaraðila sem hafa má samband við.
Í umsókn skal koma fram hver ritverka sinna, allt að átta talsins, umsækjandi telur veigamest með tilliti til þess starfs sem um ræðir. Umsækjandi sendir eingöngu þessi ritverk sín með umsókn eða vísar til þess hvar þau eru aðgengileg á rafrænu formi. Þegar fleiri en einn höfundur stendur að innsendu ritverki skulu umsækjendur gera grein fyrir framlagi sínu til verksins. Umsóknargögnum sem ekki er hægt að skila rafrænt skal skila í tvíriti til Vísinda- og nýsköpunarsviðs Háskóla Íslands, Sæmundargötu 2, 101 Reykjavík.
Ráðið verður í starfið til fimm ára, með möguleika á ótímabundinni ráðningu að þeim tíma liðnum sbr. 3. mgr. 31. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009.
Um meðferð umsókna, mat á hæfi umsækjenda og ráðningu í starfið er farið eftir ákvæðum laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla og reglna um Háskóla Íslands nr. 569/2009.
Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.
Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans, sjá hér: http://www.hi.is/haskolinn/jafnrettisaaetlun#markmid2
Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands, sjá hér: https://www.hi.is/haskolinn/malstefna%5Fhaskola%5Fislands
Starfshlutfall er 50%
Umsóknarfrestur er til og með 17.10.2024
Þórarinn Guðjónsson, tgudjons@hi.is
Fá tilkynningu um svipuð störf
Í Vinagerði er fjölmenningarlegt samfélag barna og starfsfólks sem vinnur eftir gildunum gleði, hvatning og nærgætni. Sérkennari sér um ráðgjöf...
Sækja um þetta starfUmsjónarmaður rannsóknarstofa í jarðefnafræði Hlusta Til umsóknar er starf umsjónarmanns/tæknimanns á rannsóknarstofu í jarðefnafræði við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Um er...
Sækja um þetta starfDoktorsnemi í félagsfræði við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands Hlusta Námsbraut í félagsfræði við Háskóla Íslands auglýsir starf doktorsnema sem styrkt er...
Sækja um þetta starfVið leggjum áherslu á að gleði sé ríkjandi í öllu starfi leikskólans, viðurkennandi samskipti og að virðing sé borin fyrir...
Sækja um þetta starfDoktorsnemi við Deild faggreinakennslu við Háskóla Íslands: Endurgjöf og leiðsögn sem eflir samfélagslega nýsköpun Hlusta Deild Faggreinakennslu við Háskóla Íslands...
Sækja um þetta starfAðjúnkt 2 í enskum málvísindum við Hugvísindasvið Hlusta Háskóli Íslands óskar eftir umsóknum um fullt starf aðjúnkts 2 í enskum...
Sækja um þetta starf