Samgöngustofa óskar eftir að ráða starfsmann í flugleiðsögu-, flugvalla- og flugverndardeild. Starfið felst í eftirlits- og stjórnsýsluverkefnum.
Verkefnin felast m.a. í undirbúningi og framkvæmd eftirlits með flugvöllum, þ.m.t. úttekta og skoðana. Einnig mat á áhrifum hindrana (t.d. vindmylla og annarra mannvirkja) á flug og aðkoma að innleiðingu krafna og þróun verklagsreglna stofnunarinnar. Við leitum að starfsmanni sem á auðvelt með að takast á við ný verkefni, sem er tilbúin(n) að vinna eftir verklagi í öguðu umhverfi og jafnframt að hafa frumkvæði hvað varðar stöðugar umbætur á starfi deildarinnar og framþróun verkefna.
Í boði er fjölbreytt og spennandi starf hjá metnaðarfullri stofnun sem starfar í alþjóðlegu umhverfi. Við bjóðum upp á góða starfsaðstöðu og frábæra vinnufélaga.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Öllum umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf. Í ráðningarferlinu verður óskað eftir að umsækjendur skili sakavottorði. Hafi umsækjandi verið fundinn sekur um refsiverða háttsemi getur það orðið til þess að viðkomandi telst ekki hæfur til að gegna starfi hjá stofnuninni. Viðkomandi þarf að standast öryggisvottun sbr. reglugerð um vernd trúnaðarupplýsinga, öryggisvottanir og öryggisviðurkenningar á sviði öryggis- og varnarmála nr. 959/2012. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir gilda í a.m.k. sex mánuði ef staða losnar á ný. Samgöngustofa áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Samgöngustofa hvetur fólk óháð kyni, þjóðernisuppruna og fötlun til að sækja um.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 23.01.2023
Hlín Hólm, Deildarstjóri flugleiðsögu-, flugvalla- og flugverndardeildar
–
[email protected]
–
4806000