FSRE leitar að kraftmiklum og lausnamiðuðum einstaklingi í öflugan hóp eignastjóra. Teymið hefur það hlutverk að þjónusta og viðhalda virði fasteigna ríkisins. Eignastjóri sér um gerð áætlana ásamt eftirfylgni á viðhaldi fasteignasafnsins. Í því felast samskipti við ýmsa hagaðila auk þátttöku í stöðugum umbótum á verklagi við viðhald og rekstur fasteigna.
Um er að ræða líflegt og skemmtilegt starf á framsæknum og nútímalegum vinnustað. Starf eignastjóra heyrir undir Leiguþjónustu.
Markmið starfsins er að bæta aðstöðu og þjónustu fyrir notendur fasteigna FSRE.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Öllum umsóknum þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Í samræmi við stefnu stjórnvalda er starfið auglýst óháð staðsetningu.
Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. reglur nr. 1000/2019, um auglýsingar lausra starfa. Um fleiri en eina stöðu getur verið að ræða. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Öllum umsóknum verður svarað að ráðningu lokinni.
Nánari upplýsingar veita Dóra Lind Pálmarsdóttir deildarstjóri ([email protected]) og Aldís Stefánsdóttir mannauðsstjóri ([email protected]).
Um FSRE:
Við hjá FSRE mótum og rekum aðstöðu sem nýtist öllum íbúum landsins með einum eða öðrum hætti. Við önnumst fasteignir og jarðir ríkisins, öflum húsnæðis og stýrum framkvæmdum við breytingar, endurbætur og nýbyggingar. Okkar leiðarljós er að aðstaða og þjónusta FSRE styðji við verðmætasköpun og velsæld í íslensku samfélagi.
FSRE heldur utan um stærsta fasteignasafn landsins sem samanstendur af 530 þúsund m² húsnæðis í 380 eignum auk um 300 jarða og landsvæða. Við vinnum jafnframt að fjölbreyttum fasteignaþróunarverkefnum sem snerta flest svið mannlífsins s.s. heilbrigðis- og velferðarmál, menningu, menntun, löggæslu, dómskerfi, náttúru og friðlýst svæði.
Hjá FSRE starfa 76 sérfræðingar með breiða þekkingu á sviði fasteignaþróunar, framkvæmda og rekstrar. Við erum spennandi vinnustaður á fleygiferð inn í framtíðina, bjóðum upp á verkefnamiðað vinnuumhverfi og sveigjanlegan vinnutíma. Við leggjum áherslu á að styðja starfsfólk okkar í þekkingaröflun, m.a. í gegnum alþjóðlegt tengslanet. Við brennum fyrir jafnrétti, frábærri vinnustaðamenningu og fjölskylduvænum vinnustað.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 18.04.2023
Guðmundur Arason, Framkvæmdarstjóri Leiguþjónustu
–
[email protected]