Vegagerðin auglýsir eftir öflugum einstaklingi til að taka við starfi forstöðumanns rekstrardeildar Vegagerðarinnar í Garðabæ. Á rekstrardeild vinna um 15 starfsmenn og er hlutverk deildarinnar að hafa umsjón með fasteignum, innkaupum, birgðahaldi og rekstri tækja og véla Vegagerðarinnar. Einnig hefur rekstrardeild umsjón og eftirlit með búnaði á vélaverkstæðum.
Helstu verkefni og ábyrgð
Forstöðumaður veitir rekstrardeild forystu og tryggir skilvirkan, ábyrgan og hagkvæman rekstur hennar. Forstöðumaður leiðir faglega starfsemi deildarinnar og tryggir að hún sé í samræmi við lög og reglur um opinber innkaup. Forstöðumaður er ábyrgur fyrir áætlanagerð rekstrardeildar og framkvæmd hennar.
Verkefni rekstrardeildar eru m.a.
Menntunar- og hæfniskröfur:
Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður, stærsta framkvæmdarstofnun landsins með gríðarlega fjölbreytta verkefnaflóru.
Vegagerðin þróar og annast samgöngukerfi, á sjó og landi, á sem hagkvæmastan hátt með þarfir samfélagsins, öryggi vegfarenda og umhverfissjónarmið að leiðarljósi. Um 350 starfsmenn Vegagerðarinnar starfa á 18 starfsstöðvum víðsvegar um landið.
Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um færni viðkomandi til að gegna starfinu. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.
Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi ríkisins og viðkomandi stéttarfélags og umsóknarfrestur er til og með 16. ágúst nk.
Sótt er um starfið á www.hagvangur.is
Nánari upplýsingar veita Helgi Gunnarsson, sviðsstjóri fjármálasviðs, [email protected] og Geirlaug Jóhannsdóttir, [email protected]