Vegagerðin auglýsir eftir öflugum einstaklingi sem leitt getur starfsemi í krefjandi deild og tekið þátt í mótun framtíðarskipulags viðfangsefna á sviði vöktunar og upplýsingargjafar.
Starfssvið deildar
Deild vöktunar og upplýsinga er á tveimur starfsstöðum, Garðabæ og Ísafirði. Forstöðumaður getur verið staðsettur í Garðabæ eða á Ísafirði en þarf að starfa á báðum landsvæðum.
Starfsemin er rekin allan sólarhringinn allt árið um kring með tæplega 30 starfsmönnum. Þar fer fram vöktun á veðri og færð, vöktun á almennu ástandi vega, öryggisvöktun í jarðgöngum, miðlun upplýsinga um framkvæmdir, umsýsla ábendinga, boðun viðbragðs- og þjónustuaðila, samræming aðgerða, miðlun upplýsinga og umferðarþjónusta 1777.
Vaktstöð starfar náið með fulltrúum almannavarna og samræmir viðbrögð innan Vegagerðarinnar. Framundan er mikil þróun í starfsemi deildarinnar með auknum kröfum um meiri og betri upplýsingar til vegfarenda m.a. með nýrri tækni.
Helstu verkefni og ábyrgð
Forstöðumaður hefur yfirumsjón með verkefnum deildarinnar og leiðir þróun í starfseminni.
Hæfniskröfur
Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður, stærsta framkvæmdastofnun landsins með gríðarlega fjölbreytta verkefnaflóru.
Vegagerðin þróar og annast samgöngukerfi, á sjó og landi, á sem hagkvæmastan hátt með þarfir samfélagsins, öryggi vegfarenda og umhverfissjónarmið að leiðarljósi. Um 350 starfsmenn Vegagerðarinnar starfa á 18 starfsstöðvum víðsvegar um landið.
Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um færni viðkomandi til að gegna starfinu. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.
Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi ríkisins og viðkomandi stéttarfélags og umsóknarfrestur er til og með 16. ágúst nk.
Sótt er um starfið á www.hagvangur.is Nánari upplýsingar veita Bergþóra Kristinsdóttir framkvæmdastjóri þjónustusviðs – [email protected] og Geirlaug Jóhannsdóttir, [email protected]