Ísafjarðarbær
Við þjónum með gleði til gagns
Ísafjarðarbær er sveitarfélag í sókn, þar sem einstök lífsgæði og fjölskylduvænt samfélag fara hönd í hönd. Í Ísafjarðarbæ eru öflugir skólar á öllum skólastigum, fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf, blómlegt tónlistar- og menningarlíf og eitt besta skíðasvæði landsins. Stuttar vegalengdir eru til vinnu og möguleikarnir til að njóta stórbrotinnar náttúru svæðisins eru endalausir.
Íbúar Ísafjarðarbæjar eru um 4000 talsins, í fjórum byggðakjörnum. Í sveitarfélaginu eru sex leikskólar og fjórir grunnskólar og mikil áhersla er lögð á gott samstarf á milli skólanna. Sjálfstæði og fjölbreytni skólanna er þó ávallt í fyrirrúmi, til að tryggja öfluga menntun fyrir börn og ungmenni svæðisins.
Ísafjarðarbær auglýsir eftirfarandi störf laus til umsóknar:
Grunnskólinn á Ísafirði
· Deildarstjóri stoðþjónustu 100%
· Grunnskólakennarar 100%
· Sérkennari 70-100%
· Kennari í textílmennt 100%
· Heimilisfræði 50%
· Þroskaþjálfi/iðjuþjálfi 100%
Grunnskóli Önundarfjarðar
· Grunnskólakennari 35%
Grunnskólinn á Suðureyri
· Grunnskólakennari 100%
Grunnskólinn á Þingeyri
· Grunnskólakennarar 50-100%
· Kennari í mynd- og textílmennt 50-100%
· Íþróttakennari 65-80%
Leikskólinn Sólborg Ísafirði
· Deildarstjóri 100%
· Leikskólakennarar 100%
Leikskólinn Tjarnarbær Suðureyri
· Leikskólakennari 100%
Leikskólinn Tangi Ísafirði
· Leikskólakennarar/stuðningsfulltrúar 100%
Frekari upplýsingar um störfin má nálgast á vef Ísafjarðarbæjar (www.isafjordur.is) undir Laus störf. Umsóknarfrestur er til og með 23. apríl 2025.
Við hvetjum áhugasöm, óháð kyni til að sækja um störfin. Vakin er athygli á markmiði mannréttindastefnu Ísafjarðarbæjar að jafna kynjaskiptingu innan starfsgreina og að vinnustaðir endurspegli fjölbreytileika samfélagsins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Fá tilkynningu um svipuð störf
Doktorsnemi í eðlisefnafræði (tilraunastaða) Hlusta Laust er til umsóknar starf doktorsnema í eðlisefnafræði við Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands. Starfið...
Sækja um þetta starfDoktorsnemi á sviði sjálfbærra ofanvatnslausna Hlusta Starf doktorsnema í umhverfisverkfræði, byggingarverkfræði eða umhverfisvísindum, á sviði sjálfbærra ofanvatnslausna (einnig nefndar náttúrumiðaðar,...
Sækja um þetta starfDoktorsnemi á sviði tölfræðilegrar og tæknilegrar jarðskjálftafræði Hlusta Auglýst er laust til umsóknar starf doktorsnema á sviði tölfræðilegrar (statistical seismology)...
Sækja um þetta starfDoktorsnemi í landfræði Hlusta Laust er til umsóknar starf doktorsnema í landfræði við Líf- og umhverfisvísindadeild Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla...
Sækja um þetta starfDoktorsnemi í eðlisefnafræði (fræðileg staða) Hlusta Laust er til umsóknar starf doktorsnema í eðlisefnafræði við Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands....
Sækja um þetta starfLektor í lífefnafræði Hlusta Laust er til umsóknar fullt starf lektors í lífefnafræði við námsbraut í lífefna- og sameindalíffræði innan...
Sækja um þetta starf