HljóðX
Hljóð, ljós, sviðs,- og myndbúnaður / Leiga, lausnir, sala
Hljóð, ljós, sviðs,- og myndbúnaður / Leiga, lausnir, sala
Skráðu þig inn til að senda skilaboðHljóðX leitar að verkefnastjóra í 100% starf. Starfið gengur út á þjónustu við viðskiptavini HljóðX sem taka á leigu hljóðkerfi, sviðsbúnað, ljósa- og myndbúnað. Fjölbreytt verkefni stór og smá.
Starfið felur í sér að vera í sambandi við viðskiptavini, þarfagreina óskir þeirra og útvega þau tæki sem hvert verkefni þarf. Í sumum tilfellum sækja viðskiptavinir og skila búnaðinum en í flestum tilfellum er farið með búnað á staðinn, hann settur upp, stýrt á viðburðinum og svo er hann tekinn saman og fluttur heim að viðburði loknum.
Starfsstöðin er opin kl. 9 -17 alla virka daga en starfinu fylgir að þurfa stundum að vinna kvöld og helgar.
Unnið er á kerfi eins og Easyjob sem heldur utan um alla hluti í leigunni, DK sem heldur utan um reikninga viðskiptavina og Wordpress sem heldur utan um heimasíðu, sölu og leiguvef HljóðX.
Hæfniskröfur:
Góð grunnkunnátta og mikill áhugi á hljóðkerfum, ljósa- og myndbúnaði.
Ökuréttindi fyrir sendibíla. Meirapróf getur haft mikið að segja.
Hæfni og lipurð í mannlegum samskiptum.
Reynsla af umgengni í vöruhúsi, skipulagshæfileikar og útsjónarsemi.