Háskóli Íslands
Betri háskóli – betra samfélag
Laust er til umsóknar fullt starf gagnaforritara til eins ára í tengslum við vísindarannsóknina Blóðskimun til bjargar.
Starfið er allt í senn spennandi, fjölbreytt og krefjandi. Mikilvægt er að viðkomandi sé drífandi, reiðubúinn að leggja sitt af mörkum til að stuðla að framgangi rannsóknarinnar og búi yfir sveigjanleika og aðlögunarhæfni sem síbreytileg og lifandi verkefni innan rannsóknarinnar geta krafist.
Rannsóknin er einstök á heimsvísu. Markmið hennar er að rannsaka árangur skimunar fyrir góðkynja einstofna mótefnahækkun (MGUS) sem er forstig mergæxlis. Verkefnið er unnið í samstarfi við Háskóla Íslands, Landspítala háskólasjúkrahús, Krabbameinsfélag Íslands, Landlæknisembættið og fjölda erlendra háskóla. Öllum einstaklingum 40 ára og eldri sem eru búsettir á Íslandi var boðið að taka þátt og er rannsóknin samansett af rúmlega 80 þúsund einstaklingum sem þegar hafa verið skimaðir fyrir forstigi mergæxlis með blóðprufu og þeim einstaklingum sem greindust með forstig mergæxlis hefur verið fylgt eftir til þess að meta ávinning af skimunarrannsóknum.
Forritun sjálfvirkra ferla sem framkvæma samskipti við gagnagrunna og vefþjónustur.
Útfærsla, viðhald og þróun á SQL gagnagrunnum
Samskipti við hagaðila við greiningu á gagnakröfum og tækifærum í hagnýtingu gagna.
Gagnavarsla og utanumhald gagna.
Þróun og eftirfylgni á öryggisverkferlum.
BS-gráða í tölvunarfræði eða öðrum tengdum greinum.
Reynsla og þekking á MySQL gagnagrunnum
Þekking á Linux og API samskiptum er kostur
Góð reynsla og þekking á gagnavinnslu með Python eða R.
Áreiðanleiki, frumkvæði og sjálfstæði ásamt góðri hæfni til að miðla þekkingu.
Jákvætt viðhorf og lausnamiðuð hugsun.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst, eða skv. nánara samkomulagi.
Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum verður tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt innan Háskólans í sex mánuði frá lokum umsóknafrests.
Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókninni:
Ferilskrá
Staðfest afrit af prófskírteinum
Upplýsingar um nafn, símanúmer og starf a.m.k. tveggja umsagnaraðila
Greinargerð þar sem áhuga fyrir verkefninu er lýst og fjallað um hvað umsækjandi getur lagt af mörkum til þess
Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.
Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans.
Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands.
Heilbrigðisvísindasvið er eitt af fimm fræðasviðum Háskóla Íslands. Innan sviðsins eru sex deildir; Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild, Lyfjafræðideild, Læknadeild, Matvæla- og næringarfræðideild, Sálfræðideild og Tannlæknadeild. Heilbrigðisvísindasvið gegnir lykilhlutverki í íslenska heilbrigðiskerfinu með því að mennta heilbrigðisstarfsfólk. Á sviðinu starfa margir fremstu sérfræðingar þjóðarinnar í heilbrigðisvísindum við kennslu og rannsóknir.
Háskóli Íslands er stærsta kennslu-, rannsókna- og vísindastofnun Íslands. Háskólinn veitir nemendum víðtæka menntun á öllum helstu fræðasviðum og þjónar stofnunum, fyrirtækjum og stjórnvöldum í þágu almannaheilla. Háskóli Íslands býður fjölbreytt nám á öllum stigum og er eini háskóli landsins sem býður grunnnám og framhaldsnám á öllum helstu fræðasviðum.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 20.06.2025
Sigurður Yngvi Kristinsson, sigyngvi@hi.is
Ásdís Rósa Þórðardóttir, art@hi.is
Fá tilkynningu um svipuð störf
Verkefnastjóri á Myndgreiningakjarna Lífvísindaseturs á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands Hlusta Laust er til umsóknar fullt starf verkefnastjóra á Myndgreiningakjarna Lífvísindaseturs Háskóla...
Sækja um þetta starf