Sjáland leikskóli
Leikskólinn Sjáland er sjálfstætt starfandi skóli sem staðsettur er við sjávarsíðuna í Garðabæ.
Leikskólinn Sjáland er sjálfstætt starfandi skóli sem staðsettur er við sjávarsíðuna í Garðabæ.
Skráðu þig inn til að senda skilaboðLeikskólinn Sjáland leitar að metnaðarfullu starfsfólki til að bætast í starfsmannahópinn, bæði í fullt starf sem og hlutastörf og er vinnutími og starfshlutfall samkomulagsatriði.
Skólinn er sex deilda leikskóli sem er staðsettur við ylströndina í Sjálandshverfinu í Garðabæ í nýlegu og rúmgóðu húsnæði.
Leikskólinn starfar eftir Fjölvísistefnunni en hún byggir á virðingu fyrir margbreytileika fólks og fjölbreyttum námsaðferðum.
Við leitum nú að góðum einstaklingum til að sinna uppeldi og menntun ungra barna en mikið svigrúm er fyrir sjálfstæði í hugmyndavinnu og verkefnavali.
Leikskólinn leggur upp úr því að öll samskipti séu hlý og virðingarrík og að börnunum sé mætt af mikilli alúð og fagmennsku.
Hlutverk deildarstjóra er að stýra starfi deildarinnar, vera faglegur leiðtogi ásamt því að sinna uppeldi og menntun nemenda. Á deildum leikskólans starfa að jafnaði 3-4 starfsmenn auk deildarstjóra.
Leikskólakennarar og leiðbeinendur starfa í samstarfi og undir stjórn deildarstjóra með það að markmiði að efla börn á öllum sviðum uppeldis og menntunar.
Helstu verkefni og ábyrgð:
Nánari upplýsingar um skólann má finna á heimasíðunni okkar www.sjaland.is eða í síma 578-1220
Umsækjandi þarf að hafa náð 18 ára aldurstakmarki
Góð hæfni í íslensku er grunnskilyrði