Spennandi tímar framundan!
Nú styttist í að við opnum nýja og glæsilega slysa- og bráðamóttöku og leitum við að metnaðarfullum og jákvæðum einstaklingum til að slást í okkar frábæra hóp.
Við óskum eftir að ráða hjúkrunarfræðinga í vaktavinnu, starfshlutfall er 80-100% æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi.
Leitað er eftir áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingum sem geta unnið sjálfstætt. Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar og hér ríkir góður starfsandi.
Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf með skemmtilegu og metnaðarfullu starfsfólki. Unnið er á grundvelli þverfaglegs samstarfs sérfræðinga og áhersla lögð á heildarsýn og samþætta þjónustu. Slysa- og bráðamóttaka HSS er opin allan sólarhringinn og sinnir slösuðum og bráðveikum. Þar fer einnig fram brotaendurkoma.
Hjúkrunarfræðingar starfa samkvæmt lögum og reglugerðum um heilbrigðisstarfsmenn, siðareglum og markmiðum hjúkrunar og deildarinnar.
Leiðarljós HSS í þjónustu og starfi er umhyggja, fagmennska og virðing.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og/eða umsögnum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknafrestur rennur út.
Á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eru þrjú svið; heilsugæslusvið, sjúkrahússvið og hjúkrunarsvið. Starfsstöðvar eru í þremur sveitarfélögum; Grindavík, Reykjanesbæ og Vogum. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sinnir þjónustu í einu fjölmennasta heilbrigðisumdæmi á landinu, um 30.000 manns.
Starfshlutfall er 80-100%
Umsóknarfrestur er til og með 23.01.2023
Ásta Kristbjörg Bjarnadóttir
–
[email protected]
–
422-0573
Iðjuþjálfi í sumarafleysingar á HSN Blönduósi Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) auglýsir eftir iðjuþjálfa í sumarafleysingar. Ráðningartími og starfshlutfall samkvæmt samkomulagi. Helstu...
Sækja um starfStjórnarráðið | Auglýsing úr Orra Hoppa yfir valmynd Navigation fyrir stærri skjái Stjórnarráð ÍslandsSkjaldarmerki – Fara heim Verkefni Verkefni...
Sækja um starfHjúkrunarfræðingur – Seyðisfjörður – Hjúkrunarheimilið Fossahlíð Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing í framtíðarstarf á Hjúkrunarheimilið Fossahlíð á...
Sækja um starfSérnámsstöður í lyflækningum, seinna stig til fullra sérfræðiréttinda – Sérnámsstöður lækna á Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri Sérnámsstöður í lyflækningum,...
Sækja um starfStjórnarráðið | Auglýsing úr Orra Hoppa yfir valmynd Navigation fyrir stærri skjái Stjórnarráð ÍslandsSkjaldarmerki – Fara heim Verkefni Verkefni...
Sækja um starfSjúkraliði í starf aðstoðarmanns sjúkraþjálfara Lýsing – inngangur Viltu slást í hópinn og taka þátt í spennandi uppbyggingu? Framundan er...
Sækja um starf