Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing á heilsugæslusviði HSA án staðsetningar. Viðkomandi getur unnið hvar sem er í heiminum, þar sem gott aðgengi er að nettengingu. Starfshlutfall er 80-100% eða eftir nánara samkomulagi. Staðan er laus frá 1. september 2023.
Vinna við símsvörun s.s. flýtisvörun, lyfjaendurnýjun, ráðgjöf í síma og í tölvu og önnur tilfallandi rafræn samskipti.
Íslenskt hjúkrunarleyfi er skilyrði. Kostur er að viðkomandi hafi reynslu í heilsugæsluhjúkrun og/eða heilsugæslusérnám. Góð tölvukunnátta skilyrði. Lögð er áhersla á metnað í starfi, skipulögð vinnubrögð, jákvæðni og sveigjanleika. Lipurð og áreiðanleiki í samskiptum eru skilyrði. Íslenskukunnátta áskilin.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.
Umsóknum skal skilað rafrænt til HSA með því að fylla út umsóknarform á vefsíðu stofnunarinnar; www.hsa.is, undir flipanum Laus störf. Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSA við ráðningar. Tóbaksnotkun/Vape er ekki heimil á vinnutíma innan HSA. HSA starfar á þremur fagsviðum; heilsugæslu-, hjúkrunar- og sjúkrasviði. Áhersla er lögð á samvinnu þvert á byggðarlög. Stofnunin þjónar rúmlega 11.000 íbúum frá Djúpavogi til Vopnafjarðar, auk ferðamanna sem sækja Austurland heim. Umdæmissjúkrahús Austurlands er í Neskaupstað. Á þjónustusvæði HSA eru auk þess fimm heilsugæslustöðvar, en alls eru starfsstöðvarnar ellefu talsins. HSA vill byggja þjónustu sína á mannvirðingu, þekkingu og þverfaglegri samvinnu.
Starfshlutfall er 80-100%
Umsóknarfrestur er til og með 02.05.2023
Guðbjörg Björnsdóttir
–
[email protected]
Guðrún Pétursdóttir
–
[email protected]
Sjúkraliðar og sjúkraliðanemar í starfsnámi á smitsjúkdómadeild Sjúkraliðar og sjúkraliðanemar í starfsnámi óskast til starfa á smitsjúkdómadeild A7 í Fossvogi....
Sækja um starfSérfræðingur í heimilislækningum – Heilsugæslan Glæsibæ Laust er til umsóknar ótímabundið starf sérfræðings í heimilislækningum við Heilsugæsluna Glæsibæ. Viðkomandi þarf...
Sækja um starfFélags- og skólaþjónusta Snæfellinga bs., auglýsir 80 % stöðugildi sálfræðings skóla- og félagsþjónustu ellegar 2 x 40% stöðugildi 2ja sálfræðinga...
Sækja um starfHjúkrunardeildarstjóri göngudeildar skurðlækninga Við leitum eftir kraftmiklum hjúkrunardeildarstjóra og leiðtoga til að leiða og efla áfram starfsemi göngudeildar skurðlækninga í Fossvogi og...
Sækja um starfHjúkrunarfræðingur – Heilsugæslan Efra-Breiðholti Heilsugæslan Efra-Breiðholti auglýsir eftir hjúkrunarfræðingi í 80-100% ótímabundið starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf...
Sækja um starfHjúkrunarfræðingur – Seyðisfjörður – Hjúkrunarheimilið Fossahlíð Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing í framtíðarstarf á Hjúkrunarheimilið Fossahlíð á...
Sækja um starf