Langar þig í hvetjandi og lærdómsríkt starf þar sem ríkir góður starfsandi og áhersla er á samvinnu, virðingu og jákvætt og hvetjandi starfsumhverfi?
Við leitum eftir 1.-4. árs hjúkrunarnemum til starfa í okkar góða hóp í lærdómsríku starfsumhverfi. Starfshlutfall og vinnufyrirkomulag er samkomulag. Ráðið er í störfin sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Tekið er tillit til námsins við skipulag vakta.
Deildin er 20 rúma sólarhringsdeild, ætluð sjúklingum með bráð vandamál á sviði lyflækninga. Deildin sérhæfir sig í smitsjúkdómum en sjúklingahópurinn er fjölbreyttur og gefast því góð tækifæri til starfsþróunar og að öðlast fjölþætta reynslu. Á deildinni starfa um 70 manns í virku þverfaglegu samstarfi og unnið er markvisst að faglegri þróun. Starfsandi á deildinni er sérlega góður. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum einstaklingsmiðaða aðlögun.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sameyki hafa gert.
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum, ef við á. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, Hjúkrunarnemi, hjúkrun
Starfshlutfall er 20-100%
Umsóknarfrestur er til og með 30.11.2022
Stefanía Arnardóttir
–
[email protected]
–
825 3688
Tímabundin staða í heilsuvernd grunnskólabarna á HSN Akureyri Laus er til umsóknar 40-80% afleysingastaða skólahjúkrunarfræðings hjá HSN Akureyri. Æskilegt er...
Sækja um starfHjúkrunarfræðingar í sumarafleysingar á HSN Sauðárkróki Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) á Sauðárkróki óskar eftir hjúkrunarfræðingum í sumarafleysingar á hjúkrunar- og sjúkrasviði....
Sækja um starfSérnámsstöður í meinafræði – Sérnámsstöður lækna á Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri Lausar eru til umsóknar sérnámsstöður í hlutasérnámi til...
Sækja um starfSjúkraliðar á kvennadeild HVE Akranesi Sjúkraliðar óskast til starfa á kvennadeild HVE Akranesi. Unnið er á þrískiptum vöktum þar með...
Sækja um starfFjölmenningarleg hjúkrun – Heilbrigðisskoðun innflytjenda Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing í heilbrigðisskoðun innflytjenda í ótímabundið starf. Starfshlutfall er...
Sækja um starfStjórnarráðið | Auglýsing úr Orra Hoppa yfir valmynd Navigation fyrir stærri skjái Stjórnarráð ÍslandsSkjaldarmerki – Fara heim Verkefni Verkefni...
Sækja um starf