NPA-Anna Kristín
Aðstoðarkonur óskast um helgar og kvöld
Aðstoðarkonur óskast um helgar og kvöld
Hæ meistarar!
Ég heiti Anna Kristín Jensdóttir og starfa innan málaflokks réttinda fólks með fötlun. Ég er með BA gráðu í félagsráðgjöf og starfsréttindi sem náms- og starfsráðgjafi.
Ég er í hjólastól og leita því að konum á aldrinum 20 og upp úr til að starfa hjá mér sem persónulegir aðstoðarmenn.
Starfið hentar vel með skóla eða annarri vinnu og felur í sér að aðstoða mig í um kvöld, helgar og bakvaktir við ýmis dagleg störf og ekki skemmir fyrir ef viðkomandi er léttur í lund og hefur gaman að því að horfa á íþróttaleiki, spila borðspil, kíkja út, og koma með ýmsar uppástungur.
Þá finnst mér einnig gaman að nýta fríin mín í einhvað skemmtilegt, annaðhvort með fjölskyldunni, vinum eða sjálf með aðstoðarfólkinu mínu.
Nú vantar mig fólk á mánudagskvöldum og um helgar.
Á virkum dögum er ég með stuttar vaktir á morgnanna og svo seinnipartinn í um fjórar klukkustundir.
Um helgar eru starfsmenn á samliggjandi vöktum (8 klukkustundir alls) um helgar (laugardagur og sunnudagur).
Allur vinnutími er samkomulagsatriði en er þó háður því hvað ég vil gera.
Oft er gaman hjá okkur á vaktinni og ég nýt þess að að gera grín að því að ég sé í hjólastól. Persónulega er ég einnig United manneskja en hef ekki ákveðið hvar ég staðset mig fyrir komandi tímabil í Olís-deildinni, þó ég sé Framari inn við beinið að vissu leyti.
Engin skilyrði eru gerð um að halda með ákveðnum liðum í hand- og fótbolta.
Menntunar- og hæfniskröfur:
Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum Eflingar og gott væri ef viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst.
Um er að ræðað störf með miklum möguleikum á áframhaldandi starfi og aukavöktum. Hljómar það ekki frábærlega?
Ef þú hefur áhuga á að sækja um, eða vilt fá nánari upplýsingar, þá tek ég glöð við fyrirspurnum á netfangið npaakj@gmail.com.
Nú leitum við að starfsfólki á kvöld- og helgarvaktir með möguleika á aukavöktum. Frábært með skóla eða annarri vinnu.
Vegna hugsanlegra breytinga verða eingöngu gerðir tímabundnir samningar í fyrstu, með miklum möguleikum á áframhaldandi vinnu.
Hlakka til að heyra frá ykkur!
Anna Kristín
Starfamerkingar: aðstoðarkonur, NPA
Við stefnum að því að stækka starfsmannahópinn jafnt og þétt næstu misserin. Endilega sendu okkur almenna umsókn og hver veit...
Sækja um starfLyfjaval óskar eftir starfsfólki í aukavinnu á kvöldin og um helgar. Apótek Lyfjavals eru á Hæðarsmára, Vesturlandsvegi, Glæsibæ, Mjódd,...
Sækja um starfVelferðarsvið Ísafjarðarbæjar auglýsir laust til umsóknar 100% starf félagsráðgjafa í félagsþjónustu. Leitað er eftir öflugum og drífandi einstaklingi sem sýnir...
Sækja um starf