Kvennaskólinn í Reykjavík óskar eftir að ráða kennara í stærðfræði skólaárið 2023-2024. Ráðningartími er frá 1. ágúst 2023. Kvennaskólinn í Reykjavík er framhaldsskóli sem býður upp á nám til stúdentsprófs á bóknámsbrautum. Rúmlega 70 starfsmenn starfa við skólann og nemendur eru að jafnaði um 640. Auglýst er eftir kennurum í rúmlega eina og hálfa stöðu.
Kennsla í stærðfræði
Ábyrgð á kennslu, undirbúningi og námsmati
Faglegt samstarf
Starfsheitið kennari og hæfni á viðkomandi fræðasviði sbr. lög nr. 95/2019
Faglegur metnaður og frumkvæði
Mjög góð samskiptahæfni
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Kennarasamband Íslands hafa gert.
Umsókn skal skilað í gegnum Starfatorg, starfatorg.is ásamt fylgigögnum þar sem fram koma upplýsingar um menntun, starfsreynslu og meðmælendur auk annarra upplýsinga sem umsækjendur telja að skipti máli. Áður en til ráðningar kemur þarf að liggja fyrir hreint sakavottorð.
Í samræmi við jafnréttisáætlun skólans eru öll kyn hvött til að sækja um.
Starfshlutfall er 50-100%
Umsóknarfrestur er til og með 02.05.2023
Kolfinna Jóhannesdóttir, skólameistari
–
[email protected]
–
5807600
Ásdís Arnalds, aðstoðarskólameistari
–
[email protected]
–
5807600