Sjúkratryggingar leita að nýjum liðsfélaga á Upplýsingatæknisviði. Í boði er fjölbreytt starf í góðu vinnuumhverfi. Upplýsingatæknisvið sér um rekstur tölvukerfa Sjúkratrygginga. Framundan eru skemmtileg verkefni við áframhaldandi tækniþróun innan stofnunarinnar.
Sjúkratryggingar er lykilstofnun í íslensku heilbrigðiskerfi. Við tryggjum réttindi sjúkratryggðra og aðgengi að góðri og hagkvæmri heilbrigðisþjónustu með það markmið að leiðarljósi að vernda heilbrigði og jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. Sjúkratryggingar vinna í verkefnamiðuðu vinnuumhverfi þar sem rík áhersla er lögð á góðan aðbúnað starfsmanna. Boðið er upp á sveigjanlegan vinnutíma, fjarvinnu allt að 2 daga í viku auk þess sem starfsfólk nýtur hlunninda á borð við íþróttastyrk og samgöngustyrk vegna vistvænna samgangna. Stofnunin hefur undanfarin ár tekið þátt í verkefninu um styttingu vinnuvikunnar og er vinnuvikan 36 stundir.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Umsókn þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og sérstakt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið.
Sótt er um starfið á Starfatorgi ríkisins á www.starfatorg.is. Öllum umsóknum verður svarað þegar niðurstaða um ráðningu liggur fyrir. Ráðning tekur mið af jafnréttisáætlun stofnunarinnar. Umsókn gildir í 6 mánuði frá lokum umsóknarfrests. Upplýsingar um stofnunina má finna á heimasíðu hennar sjukra.is.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 24.04.2023
Kristján Þorvaldsson, sviðsstjóri
–
[email protected]
–
515 0150
Verkstjóri á málningarbíl, þjónustustöð Borgarnesi Opið er fyrir umsóknir um starf verkstjóra á málningarbíl Vegagerðarinnar. Vegagerðin heldur úti málningarbíl sem...
Sækja um starf