Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Fjallabyggð óskar eftir að ráða lækni til starfa. Húsnæði í boði.
Læknar sem starfa hjá HSN eru með aðalstarfsstöð á heilsugæslustöð og sinna móttöku sjúklinga og heilsuvernd ásamt því að sinna vaktþjónustu í héraði skv. vaktaskema hverju sinni. Starfið felur einnig í sér störf á sjúkra- og hjúkrunarsviði. Störfin fela í sér þverfaglega samvinnu innan sem og út fyrir stöðina.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélag Íslands hafa gert.
Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilsskrá ásamt afriti eða staðfestingu á Íslensku lækningaleyfi. Kostur er að stofnuninni berist staðfestar upplýsingar um læknismenntun, læknisstörf og vísinda- og rannsóknarstörf ásamt staðfestu afriti af opinberu starfsleyfi.
Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum, meðmælum og viðtölum við umsækjendur.
Almenn heilsugæsluþjónusta er í boði í Fjallabyggð. Starfsstöðvarnar eru á Siglufirði og Ólafsfirði.
Í Fjallabyggð búa um 2.000 manns. Sveitarfélagið varð til við sameiningu Ólafsfjarðarbæjar og Siglufjarðarkaupstaðar. Í Fjallabyggð eru leikskólar, grunnskóli og framhaldsskóli. Þar er öflugt menningar- og listalíf, fjölmörg gallerí og vinnustofur ásamt söfnum eru á svæðinu.
Starfshlutfall er 80-100%
Umsóknarfrestur er til og með 25.04.2023
Valþór Stefánsson, Yfirlæknir
–
[email protected]
–
432 4300
Örn Ragnarsson, Framkvæmdastjóri lækninga
–
[email protected]
–
432 4200
Sérnámsstöður í geðlækningum – Sérnámsstöður lækna á Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri Lausar eru til umsóknar sérnámsstöður í geðlækningum. Fyrri...
Sækja um starfSérfræðingur í heimilislækningum – Heilsugæslan Mosfellsumdæmi Heilsugæslan Mosfellsumdæmi leitar að sérfræðingi í heimilislækningum í ótímabundið starf. Starfshlutfall er 100% eða...
Sækja um starfHjúkrunarfræðingar á bráðamóttöku Landspítala Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa á bráðamóttöku Landspítala. Í boði er spennandi, krefjandi og líflegt starfsumhverfi, góður...
Sækja um starfSérnámsstöður í svæfinga- og gjörgæslulækningum – Sérnámsstöður lækna á Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri Lausar eru til umsóknar sérnámsstöður í...
Sækja um starfJafningi – nýtt starf á geðsviði Geðþjónusta Landspítala auglýsir laust til umsóknar spennandi og þroskandi hlutastarf fyrir áhugasama. Um er...
Sækja um starfSjúkraliðar og sjúkraliðanemar í starfsnámi á taugalækningadeild Sjúkraliðar og sjúkraliðanemar í starfsnámi óskast til starfa á taugalækningadeild í Fossvogi. Í...
Sækja um starf