Heilbrigðisstofnun Norðurlands Dalvík óskar eftir að ráða lækni í sumarafleysingar. Ráðningartími er frá 1. júní til 31. ágúst 2023 eða samkv. samkomulagi.
Til greina kemur að ráða til skemmri tíma, en þó minnst í viku í senn, helst í mánuð.
Umsóknir frá læknanemum eftir 5 ára nám í læknisfræði verða metnar og skoðaðar.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélag Íslands hafa gert.
Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilsskrá. Jafnframt skal leggja fram staðfestar upplýsingar um læknismenntun, læknisstörf ásamt staðfestu afriti af opinberu starfsleyfi. Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum, meðmælum og viðtölum við umsækjendur.
Tóbaksnotkun og notkun á rafsígarettum er ekki heimil á vinnutíma innan HSN.
Gildi HSN eru: Fagmennska – samvinna – virðing.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 06.02.2023
Rúnar Sigurður Reynisson, Yfirlæknir
–
[email protected]
–
432 4400
Örn Ragnarsson, Framkvæmdastjóri lækninga
–
[email protected]
–
432 4200
Sérfræðilæknir á sýkla- og veirufræðideild Laus er til umsóknar staða sérfræðilæknis með sérhæfingu í sýkla- og/eða veirufræði. Æskilegt starfshlutfall er...
Sækja um starfSérfræðinám í hjúkrun og ljósmóðurfræði á Landspítala Landspítali auglýsir eftir metnaðarfullum hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum í launað sérfræðinám til undirbúnings veitingar...
Sækja um starfTímabundin staða í heilsuvernd grunnskólabarna á HSN Akureyri Laus er til umsóknar 40-80% afleysingastaða skólahjúkrunarfræðings hjá HSN Akureyri. Æskilegt er...
Sækja um starfKlínískur yfirnæringarfræðingur við Sjúkrahúsið á Akureyri Laus er til umsóknar 100% staða næringarfræðings (möguleiki á lægra starfshlutfalli eftir samkomulagi) við...
Sækja um starfSjúkraliði – Fáskrúðsfjörður – Hjúkrunarheimilið Uppsalir – SUMARAFLEYSINGAR 2023 Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða í sumarafleysingu sjúkraliða á...
Sækja um starfSálfræðingur barna og unglinga – Heilsugæslan Seltjarnarnesi og Vesturbæ Heilsugæslan Seltjarnarnesi og Vesturbæ leitar að sálfræðingi sem hefur brennandi áhuga...
Sækja um starf