Það eru spennandi tímar framundan hjá okkur. Endurskipulagning starfsins stendur til þar sem starf í anda Reggio Emilia verður í hávegum haft með Aðalnámskrá leikskóla, Menntastefnu Reykjavíkurborgar og lögum um leikskóla að leiðarljósi. Þá verður áhersla jafnframt á læsi og að efla íslenskan orðaforða.
Lubbi ( Forsíða (lubbi.is) )og Blær (Um Vináttu | Barnaheill ) eru okkur góðum kunn og munum við vinna áfram með þau verkefni.
Að vinna að menntun og uppeldi leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara, þar með talið að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi undir stjórn deildarstjóra.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar við viðkomandi stéttarfélag. Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
Starfið er laust nú þegar eða eftir samkomulagi.
Upplýsingar um starfið veitir Ásta Kristín Svavarsdóttir leikskólastjóri í síma 411 3250, 696 5096 eða í tölvupósti joklaborg@reykjavik.is
Fá tilkynningu um svipuð störf
Miðborg er 5 deili leikskóli í tveimur húsum í miðbænum. Við Lindargötu 26 og Njálsgötu 70. Í október mun þriðja...
Sækja um þetta starf