Miðborg er 10 deilda leikskóli í þremur húsum í miðbænum. Við Lindargötu 26, Njálgötu 70 og Barónsstíg 34.
Við leitum að skapandi og áhugasömu fólki með leikskólakennaramenntun/reynslu, þekkingu til að vinna með ungum börnum. Þar sem Miðborg er stækkandi leikskóli leitum við einnig af kennurum með opið hugarfar, tilbúin að styðja við og efla starfið. Leikskólinn er að taka þátt í spennandi þróunarverkefni en Miðborg er hluti að Nurture innleiðingaverkefni Reykjavíkurborgar. https://blogs.glowscotland.org.uk/glowblogs/glasgowpsychologicalservice/nurture/
Íslenskukunnátta á stigi B2 skilyrði.
Nálægðin við miðbæinn ýtir undir fjölmenningarlegt, fjölbreytt og skemmtilegt starf. Mikil gróska er í starfinu og spennandi tímar fram undan. Við leggjum áherslu á sjálfssprottinn leik þar sem hugmyndafræðin um flæði er í forgrunni. Að mynda góð tengsl við börn og foreldra skiptir okkur miklu máli svo öll getum við blómstrað í öruggu umhverfi.
Ráðið er í starfið frá 18. nóvember eða eftir samkomulagi.
Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags.
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
Nánari upplýsingar um starfið veita leikskólastjórarnir Tinna Sigurðardóttir og Ösp Jónsdóttir á midborg@reykjavik.is
Fá tilkynningu um svipuð störf
Viltu vera hluti af skemmtilegum hópi starfsfólks í Furuskógi? Leikskólasérkennari/þroskaþjálfi óskast til starfa í leikskólann Furuskóg til að sinna umönnun,...
Sækja um þetta starfUm er að ræða fjölbreytt starf sem felst aðaðllega í því að fylgja eftir börnum/barni sem þarfnast örvun og aðstoð...
Sækja um þetta starf