Viltu vera hluti af skemmtilegum hópi starfsfólks í Furuskógi?
Leikskólasérkennari/þroskaþjálfi óskast til starfa í leikskólann Furuskóg. Leikskólinn er starfræktur í tveimur húsum í Fossvoginum og liggur vel við samgöngum.
Einkunnarorð skólans eru Gleði, Vinsemd og Virðing, og er áhersla lögð á lýðræði, sköpun, útinám og lífsleikni í starfi með börnunum. Skólinn hlaut Regnbogavottun í apríl 2022.
Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um. Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
Til greina kemur að ráða einstakling með aðra menntun/reynslu sem nýtist í starfi.
Leikskólinn Furuskógur óskar eftir að ráða sérkennara í 100% starf, frá og með ágúst. Um er að ræða starf í snemmtækri íhlutun barna. Starfsmaður mun fá stundaskrá sem hann fylgir og er hann því ekki fastur á einni deild né með einu barni, heldur fer á milli deilda til að sinna þeim börnum sem þurfa á því að halda. Stundaskráin mun til að mynda fela í sér málörvun, félagsfærniþjálfun, sjálfseflingu, leikþjálfun og matarþjálfun. Um er að ræða fjölbreytt starf með fjölbreyttum verkefnum.
Í Furuskógi vinna tveir sérkennslustjórar og er unnið í nánu samstarfi við þá. Stundaskráin er unnin af þeim í samstarfi við deildarstjóra.
Veitir Ingibjörg Brynjarsdóttir leikskólastjóri í síma 618 8933 eða tölvupósti furuskogur@reykjavik.is
Starfið er laust nú þegar eða eftir samkomulagi.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar við viðkomandi stéttarfélag.
Leikskólinn Furuskógur
við Áland
við Efstaland 28
108 Reykjavík
Starfamerkingar: Gefandi starf, Leikskóli, Starf í boði
Fá tilkynningu um svipuð störf
Viltu vera hluti af skemmtilegum hópi starfsfólks í Furuskógi? Leikskólasérkennari/þroskaþjálfi óskast til starfa í leikskólann Furuskóg til að sinna umönnun,...
Sækja um þetta starfÍ Rauðaborg eru 3 deildir og 58 börn. Leitað er að starfsmanni sem hefur metnað til að vinna með ungum...
Sækja um þetta starfLeitað er eftir starfsmanni í stuðningsstöðu vegna barna með sérþarfir. Æskilegat er að starfsmaðurinn hafi reynslu af vinnu með börnum,...
Sækja um þetta starfVið í Jörfa óskum eftir metnaðarfullum starfsmanni í sérkennsluteymið okkar. Helstu verkefni eru að vinna í teymi sérkennslunnar og veita...
Sækja um þetta starfÍ Vinagerði er fjölmenningarlegt samfélag barna og starfsfólks sem vinnur eftir gildunum gleði, hvatning og nærgætni. Sérkennari sér um ráðgjöf...
Sækja um þetta starfVið leggjum áherslu á að gleði sé ríkjandi í öllu starfi leikskólans, viðurkennandi samskipti og að virðing sé borin fyrir...
Sækja um þetta starf