Háskóli Íslands
Betri háskóli – betra samfélag
Laust er til umsóknar starf lektors í iðnaðarverkfræði við Iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði og tölvunarfræðideild á Verkfræði- og náttúruvísindasviði, Háskóla Íslands.
Starfið snýr að rannsóknum og kennslu í iðnaðarverkfræði. Námsbraut í iðnaðarverkfræði er nýbúin að endurskipleggja grunnnám í iðnaðarverkfræði með tilliti til þarfa atvinnulífsins og þar á meðal áskoranir er varða fjórðu iðnbyltinguna.
Lektorinn mun auk þess taka virkan þátt í leiðbeiningu lokaverkefna framhaldsnema ásamt því að vinna að þróun náms og kennslu á fagsviðinu og kynna námið til framtíðar nemenda.
Fyrirlestrar í grunnnámi fara almennt fram á íslensku og er ætlast til þess að viðkomandi geti kennt á íslensku innan fimm ára frá upphafi starfs. Háskóli Íslands aðstoðar erlent starfsfólk við að læra og ná tökum á íslensku máli.
Við ráðningu verður miðað við að sá er starfið hlýtur falli sem best að aðstæðum og þörfum Iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði og tölvunarfræðideildar og áherslum í kennslu og kennsluþróun.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.
Áætlað er að starfið hefjist 1. desember 2023 eða samkvæmt nánara samkomulagi.
Umsækjendur skulu láta eftirfarandi gögn fylgja umsókn sinni:
Í umsókn skal koma fram hver ritverka sinna, allt að átta talsins, umsækjandi telur veigamest með tilliti til þess starfs sem um ræðir. Umsækjandi sendir eingöngu þessi ritverk sín með umsókn eða vísar til þess hvar þau eru aðgengileg á rafrænu formi. Þegar fleiri en einn höfundur stendur að innsendu ritverki skulu umsækjendur gera grein fyrir framlagi sínu til verksins. Umsóknargögnum sem ekki er hægt að skila rafrænt skal skila í tvíriti til Vísinda- og nýsköpunarsviðs Háskóla Íslands, Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík.
Ráðið verður í starfið til fimm ára fyrst í stað, með möguleika á ótímabundinni ráðningu að þeim tíma liðnum sbr. 3. mgr. 31. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009.
Um meðferð umsókna, mat á hæfi umsækjenda og ráðningu í starfið er farið eftir ákvæðum laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla og reglna um Háskóla Íslands nr. 569/2009.
Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.
Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans.
Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands.
Háskóli Íslands er gróskumikið þekkingarsamfélag og fjölbreyttur og lifandi vinnustaður. Akademískt frelsi, fagmennska og jafnrétti eru gildi háskólans og er mikið lagt upp úr sveigjanleika og þátttöku starfsfólks í uppbyggingu náms og rannsókna. Á Verkfræði- og náttúruvísindasviði starfa um 390 manns við rannsóknir og kennslu á sviði verkfræði og náttúruvísinda. Starfsumhverfið er alþjóðlegt, þar sem fjórðungur bæði starfsfólks og framhaldsnema við sviðið eru erlendir, og það hlutfall er sífellt að aukast.
Á sviðinu eru um 2000 nemendur en við Iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði og tölvunarfræðideild stunda um 800 stúdentar nám í efnaverkfræði, iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði og tölvunarfræði. Þar af eru framhaldsnemar í meistara- og doktorsnámi um 140 talsins. Akademískt starfsfólk við deildina eru um 30 kennarar.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 02.05.2023
Ingibjörg Óðinsdóttir, Mannauðsstjóri
–
[email protected]
–
5254644
Lektor í þroskaþjálfafræði á Menntavísindasviði Háskóli Íslands Laust er til umsóknar starf lektors í þroskaþjálfafræði við Deild menntunar og margbreytileika...
Sækja um starfLektor í reikningshaldi og endurskoðun, viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Laust er til umsóknar 50% starf lektors í reikningshaldi og endurskoðun í...
Sækja um starfLektor í efnaverkfræði, Verkfræði- og náttúruvísindasvið, Háskóla Íslands Laust er til umsóknar starf lektors í efnaverkfræði við Iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði og...
Sækja um starfDoktorsnemi við rannsóknir á þroskun næriþekjufruma og meðgöngueitrun – Háskóli Íslands Við leitum að áhugasömum og duglegum doktorsnema til að...
Sækja um starfKennari í heilsufræðum við Kvennaskólann í Reykjavík Kvennaskólinn í Reykjavík óskar eftir að ráða kennara í heilsufræðum skólaárið 2023-2024. Ráðningartími...
Sækja um starfLektor í stjórnun, viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Laust er til umsóknar fullt starf lektors í stjórnun í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Starfsskyldur...
Sækja um starf