Háskóli Íslands
Betri háskóli – betra samfélag
Laust er til umsóknar fullt starf lektors í rafmagns- og tölvuverkfræði við Rafmagns- og tölvuverkfræðideild Háskóla Íslands. Óskað er eftir umsóknum á öllum sviðum rafmagns- og tölvuverkfræði, en sérstaklega verður horft til umsækjenda á sviðum raforkuverkfræði (e. electrical power engineering), rafeindatækni (e. electronics), tölvuverkfræði (e. computer engineering) og læknisfræðilegrar verkfræði (e. medical engineering). Starfsskyldur skiptast í rannsóknir (40%), kennslu (48%) og stjórnun (12%).
Alþjóðlega viðurkenndar rannsóknir og birting ritrýndra vísindagreina
Öflun utanaðkomandi rannsóknastyrkja
Leiðbeining nemenda í framhaldsnámi
Kennsla og þróun námskeiða í grunn- og framhaldsnámi
Akademísk þjónustu- og stjórnunarstörf
Doktorspróf í rafmagns- og tölvuverkfræði eða skyldum sviðum
Reynsla í rannsóknum á viðkomandi sérsviði og birting ritrýndra vísindagreina í faginu
Reynsla af kennslu á háskólastigi er æskileg
Góð samskiptahæfni og lipurð í mannlegum samskiptum
Góð enskukunnátta, bæði í rituðu og töluðu máli
Við ráðningu verður miðað við, að sá er starfið hlýtur falli sem best að aðstæðum og þörfum Rafmagns- og tölvuverkfræðideildar og Verkfræði- og náttúruvísindasviðs í heild.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.
Gert er ráð fyrir að ofangreint starf verði veitt frá 1. ágúst 2024 enda verði störfum nefnda, sem um málið fjalla, þá lokið.
Umsækjendur skulu láta eftirfarandi gögn fylgja umsókn sinni:
Kynningarbréf þar sem m.a. kemur fram hvernig umsækjandi uppfyllir hæfniskröfur
Prófskírteini eða eftir atvikum vottorð um námsferil
Akademíska ferilskrá (Curriculum Vitae)
Ritaskrá
Skýrslu um vísindastörf og önnur störf sem þeir hafa unnið
Greinargerð um rannsóknar- og kennsluáform ef til ráðningar kemur
Upplýsingar um mögulega umsagnaraðila sem hafa má samband við
Í umsókn skal koma fram hver ritverka sinna, allt að átta talsins, umsækjandi telur veigamest með tilliti til þess starfs sem um ræðir. Umsækjandi sendir eingöngu þessi ritverk sín með umsókn eða vísar til þess hvar þau eru aðgengileg á rafrænu formi. Þegar fleiri en einn höfundur stendur að innsendu ritverki skulu umsækjendur gera grein fyrir framlagi sínu til verksins. Umsóknargögnum sem ekki er hægt að skila rafrænt skal skila í tvíriti til vísinda- og nýsköpunarsviðs Háskóla Íslands, Sæmundargötu 2, 101 Reykjavík.
Ráðið verður í starfið til fimm ára fyrst í stað, með möguleika á ótímabundinni ráðningu að þeim tíma liðnum sbr. 3. mgr. 31. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009.
Um meðferð umsókna, mat á hæfi umsækjenda og ráðningu í starfið er farið eftir ákvæðum laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla og reglna um Háskóla Íslands nr. 569/2009.
Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.
Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans.
Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands.
Háskóli Íslands er stærsta vísindastofnun Íslands. Innan verkfræði og tækni er HÍ metinn í hópi 250 bestu háskóla heims samkvæmt matslista Times Higher Education. Háskóli Íslands er í 8.sæti á lista ShanghaiRanking á sviði fjarkönnunar og Rafmagns- og tölvuverkfræðideild er í 51.-75.sæti á sama lista, hæst allra deilda Háskólans. Akademískt frelsi, fagmennska og jafnrétti eru gildi háskólans og er áhersla á sveigjanleika og þátttöku starfsfólks í uppbyggingu náms og rannsókna. Á Verkfræði- og náttúruvísindasviði starfa um 400 manns við rannsóknir og kennslu. Starfsumhverfið er alþjóðlegt og um fjórðungur starfsfólks og framhaldsnema eru erlendir.
Á sviðinu eru um 2000 nemendur en við Rafmagns- og tölvuverkfræðideild stunda um 150 stúdentar nám. Þar af eru framhaldsnemar í meistara- og doktorsnámi 11 talsins. Við deildina starfa 8 akademískir starfsmenn.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 15.12.2023
Lotta María Ellingsen, lotta@hi.is
Ingibjörg Óðinsdóttir, ingaodins@hi.is
Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra auglýsir eftir kennara í sérgreinum bifvélavirkjunar Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra óskar eftir að ráða: Kennara í sérgreinum bifvélavirkjunar...
Sækja um starfFramhaldsskólakennari í fata- textíl- og hönnunargreinum Fjölbrautaskólinn í Garðabæ óskar eftir að ráða kennara (sbr. lög nr. 95/2019) í fata-...
Sækja um starfLektor á sviði velferðarréttar, Lagadeild, Félagsvísindasvið Háskóla Íslands Laust er til umsóknar fullt starf lektors á sviði velferðarréttar við Lagadeild...
Sækja um starfKennari í íslensku við Kvennaskólann í Reykjavík Kvennaskólinn í Reykjavík óskar eftir að ráða kennara í íslensku á vorönn 2024....
Sækja um starfFjölbrautaskóli Norðurlands vestra auglýsir eftir kennara í helgarnámi í sérgreinum rafiðna Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra óskar eftir að ráða: Kennara í...
Sækja um starfStaða nýdoktors við Landbúnaðarháskóla Íslands/Postdoctoral researcher position at the Agricultural University of Iceland Landbúnaðarháskóli Íslands leitar að áhugasömum og metnaðarfullum...
Sækja um starf