Háskóli Íslands
Betri háskóli – betra samfélag
Laust er til umsóknar 50% starf lektors í reikningshaldi og endurskoðun í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
Starfsskyldur lektorsins skiptast í kennslu, rannsóknir og stjórnun. Lektornum er ætlað að sinna skipulagi og framkvæmd kennslu í reikningshaldi og endurskoðun og skyldum greinum auk þess að taka þátt í starfsemi deildarinnar í rannsóknum og stjórnun.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.
Um meðferð umsókna, mat á hæfni umsækjenda og ráðningu í starfið er farið eftir ákvæðum laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla og reglna nr. 569/2009 fyrir Háskóla Íslands. Ráðið verður í starfið frá og með 1. júlí 2023, eða eftir samkomulagi.
Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn:
Við ráðningu verður miðað við að sá er starfið hlýtur falli sem best að aðstæðum og þörfum deildar.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknafrests.
Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans, sjá hér: http://www.hi.is/haskolinn/jafnrettisaaetlun#markmid2.
Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands, sjá hér: https://www.hi.is/haskolinn/malstefna_haskola_islands
Háskóli Íslands er stærsta kennslu-, rannsókna- og vísindastofnun Íslands með stórt og fjölbreytt safn rannsóknarverkefna. Skólinn veitir nemendum víðtæka menntun á öllum helstu fræðasviðum og þjónar stofnunum, fyrirtækjum og stjórnvöldum í þágu almannaheilla.
Í viðskiptafræðideild starfa um 40 manns að kennslu og rannsóknum og útskrifast um 300 nemendur á ári með gráðu á BS, meistara- eða doktorsstigi frá deildinni. Vísindafólkið stundar grunnrannsóknir, hagnýtar rannsóknir og þjónusturannsóknir og lögð er mikil áhersla á fjölbreytta miðlun þekkingar, öfluga samræðu við íslenskt samfélag og alþjóðlega fræðasamfélagið.
Starfshlutfall er 50%
Umsóknarfrestur er til og með 02.05.2023
Gylfi Magnússon, forseti viðskiptafræðideildar
–
[email protected]
–
5254572
Lektor í enskukennslu og annarsmálsfræðum. Háskóli Íslands, Hugvísindasvið og Menntavísindasvið Laust er til umsóknar starf lektors í enskukennslu og annarsmálsfræðum....
Sækja um starfKennari í eðlisfræði við Kvennaskólann í Reykjavík Kvennaskólinn í Reykjavík óskar eftir að ráða kennara í eðlisfræði skólaárið 2023-2024. Ráðningartími...
Sækja um starfKennari í heilsufræðum við Kvennaskólann í Reykjavík Kvennaskólinn í Reykjavík óskar eftir að ráða kennara í heilsufræðum skólaárið 2023-2024. Ráðningartími...
Sækja um starfLektor í stjórnun, viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Laust er til umsóknar fullt starf lektors í stjórnun í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Starfsskyldur...
Sækja um starfKennarar í stærðfræði við Kvennaskólann í Reykjavík Kvennaskólinn í Reykjavík óskar eftir að ráða kennara í stærðfræði skólaárið 2023-2024. Ráðningartími...
Sækja um starfLektor í þroskaþjálfafræði á Menntavísindasviði Háskóli Íslands Laust er til umsóknar starf lektors í þroskaþjálfafræði við Deild menntunar og margbreytileika...
Sækja um starf