Háskóli Íslands
Betri háskóli – betra samfélag
Laust er til umsóknar starf lektors í þroskaþjálfafræði við Deild menntunar og margbreytileika Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Meginviðfangsefni starfsins eru kennsla, bæði í grunnnámi og framhaldsnámi, ásamt rannsóknum í þroskaþjálfafræði og á starfsvettvangi þroskaþjálfa. Lögð er áhersla á að lektorinn hafi þekkingu á einhverju eftirtalinna sviða: Starf þroskaþjálfa á vettvangi, rannsóknir með fötluðu fólki, málefni barna og fjölskyldna, inngildandi samfélag, og velferðarkerfi. Meðal viðfangsefna í kennslu geta verið vinnulag í háskólanámi, aðferðafræði, starf þroskaþjálfa, fjölbreyttar tjáskiptaleiðir, rannsóknir með fötluðu fólki, hönnun og framkvæmd heildrænna þjónustuáætlana, og vettvangsnám verðandi þroskaþjálfa. Réttindanám þroskaþjálfa er skipulagt sem þriggja ára grunnnám og eins árs meistaranám.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.
Horft verður til þess að ráðningin falli sem best að aðstæðum og þörfum sviðsins í heild.
Ráðið verður í starfið til fimm ára, með möguleika á ótímabundinni ráðningu að þeim tíma liðnum sbr. 3. mgr. 31. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009.
Um meðferð umsókna, mat á hæfi umsækjenda og ráðningu í starfið er farið eftir ákvæðum laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla og reglna um Háskóla Íslands nr. 569/2009.
Umsækjendur skulu láta eftirfarandi gögn fylgja umsókn sinni.
Í umsókn skal koma fram hver ritverka sinna, allt að átta talsins, umsækjandi telur veigamest með tilliti til þess starfs sem um ræðir. Umsækjandi sendir eingöngu þessi ritverk sín með umsókn eða vísar til þess hvar þau eru aðgengileg á rafrænu formi. Þegar fleiri en einn höfundur stendur að innsendu ritverki skulu umsækjendur gera grein fyrir framlagi sínu til verksins. Umsóknargögnum sem ekki er hægt að skila rafrænt skal skila í tvíriti til vísinda- og nýsköpunarsviðs Háskóla Íslands, Sæmundargötu 2, 101 Reykjavík.
Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.
Við ráðningar í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans.
Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands.
Innan Háskólans eru fimm fræðasvið og deildir skólans eru 25 talsins. Háskóli Íslands býður fjölbreytt nám á öllum stigum og er eini háskóli landsins sem býður grunnnám og framhaldsnám á öllum helstu fræðasviðum. Jafnframt er Háskóli Íslands öflugur rannsóknaháskóli á alþjóðlega vísu og hafa vísindamenn Háskólans hlotið fjölmargar alþjóðlegar viðurkenningar fyrir vísindastörf sín.
Á Menntavísindasviði fer fram rannsóknartengt starfsnám fyrir kennara á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi, uppeldis- og menntunarfræðinga, íþrótta- og heilsufræðinga, tómstunda- og félagsmálafræðinga, og þroskaþjálfa. Þá skipuleggur sviðið jafnframt framhaldsnám í háskólakennslufræði og nám fyrir stjórnendur menntastofnana. Lögð er áhersla á rannsóknir og þróunarstarf sem unnið er í samstarfi við starfsvettvang.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 25.04.2023
Ásta Jóhannsdóttir, námsbrautarformaður
–
[email protected]
–
5255381
Lára Rún Sigurvinsdóttir, mannauðsstjóri
–
[email protected]
–
5255905
Framhaldsskólakennari í fata- textíl- og hönnunargreinum Fjölbrautaskólinn í Garðabæ óskar eftir að ráða kennara (sbr. lög nr. 95/2019) í fata-...
Sækja um starfLektor í enskukennslu og annarsmálsfræðum. Háskóli Íslands, Hugvísindasvið og Menntavísindasvið Laust er til umsóknar starf lektors í enskukennslu og annarsmálsfræðum....
Sækja um starfLektor í stjórnun, viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Laust er til umsóknar fullt starf lektors í stjórnun í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Starfsskyldur...
Sækja um starfKennarar í stærðfræði við Kvennaskólann í Reykjavík Kvennaskólinn í Reykjavík óskar eftir að ráða kennara í stærðfræði skólaárið 2023-2024. Ráðningartími...
Sækja um starfLektor í efnaverkfræði, Verkfræði- og náttúruvísindasvið, Háskóla Íslands Laust er til umsóknar starf lektors í efnaverkfræði við Iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði og...
Sækja um starfLektor í reikningshaldi og endurskoðun, viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Laust er til umsóknar 50% starf lektors í reikningshaldi og endurskoðun í...
Sækja um starf