Háskóli Íslands
Betri háskóli – betra samfélag
Laust er til umsóknar fullt starf lögfræðings á skrifstofu rektors Háskóla Íslands.
Lögfræðingar rektorsskrifstofu starfa að fjölbreyttum verkefnum og í starfi þeirra reynir á flest svið lögfræðinnar, en réttarreglur opinbers réttar eru í forgrunni. Þeir koma fram fyrir hönd Háskóla Íslands við úrlausn stjórnsýslumála og annarra lögfræðilegra viðfangsefna.
Aðstoð og ráðgjöf við stjórnendur og starfsfólk Háskóla Íslands
Túlkun laga og reglna, aðstoð við samningu reglna, verklagsreglna, ferla og samningagerð við innlenda og erlenda aðila, aðstoð við útboð og álitaefni er varða réttindi og skyldur nemenda
Ráðgjöf og gerð minnisblaða vegna dómsmála og mála hjá úrskurðaraðilum stjórnsýslunnar og umboðsmanni Alþingis
Þátttaka í nefndarstarfi og teymisvinnu innan skólans
Embættis- eða meistarapróf í lögfræði
Þekking á sviði stjórnsýsluréttar og á öðrum sviðum opinbers réttar
Reynsla af lögfræðistörfum í opinberri stjórnsýslu æskileg
Hæfni í ritun lögfræðilegra texta, sem og nákvæmni í vinnubrögðum
Samskiptahæfni og hæfni til þátttöku í teymisvinnu
Sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum
Gott vald á íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn:
Ferilskrá
Kynningarbréf þar sem fjallað er um hvernig umsækjandi uppfyllir þær hæfnikröfur sem settar eru fram í auglýsingunni og hvað hann telur sig geta lagt af mörkum til starfsins
Afrit af prófskírteinum
Upplýsingar um umsagnaraðila
Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknafrests.
Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans. Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands.
Háskóli Íslands hefur frá stofnun verið undirstaða atvinnulífs og framfara í íslensku samfélagi. HÍ er jafnframt framsækinn rannsóknarháskóli og virkur þátttakandi í alþjóðlegu vísindasamstarfi.
Háskóli Íslands er stærsti háskóli landsins og býður upp á hátt í 400 námsleiðir í grunn-, meistara- og doktorsstigi. Um 14.000 nemendur stunda nám við skólann, þar af yfir 2.000 alþjóðlegir nemar.
Við Háskóla Íslands starfa yfir 1.800 manns. Skólinn leggur áherslu á að laða til sín fjölbreyttan hóp starfsfólks og stúdenta í alþjóðlegt fræðasamfélag þar sem akademískt frelsi, fagmennska, jafnrétti, fjölbreytileiki og inngilding eru í öndvegi.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 14.11.2025
Fá tilkynningu um svipuð störf
Verkefnisstjóri á styrkjaskrifstofu Hlusta Laust er til umsóknar fullt starf verkefnisstjóra á styrkjaskrifstofu vísinda- og nýsköpunarsviðs Háskóla Íslands. Meginmarkmið vísinda-...
Sækja um þetta starf