Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins (HH) leitar eftir einstaklingi með menntun á félags- eða heilbrigðisvísindasviði í starf málastjóra við Geðheilsuteymi HH vestur sem er þverfaglegt meðferðarteymi. Teymið er til húsa að Skúlagötu 21. Um er að ræða 80-100% framtíðarstarf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. júní eða eftir nánara samkomulagi.
Við Geðheilsuteymi HH vestur starfa reynslumiklir hjúkrunarfræðingar, geðlæknar, sálfræðingar, notendafulltrúi, félagsráðgjafar, fjölskyldufræðingur, iðjuþjálfi, íþróttafræðingur og þjónustufulltrúar þar sem unnið er í þéttri og góðri samvinnu að málum þjónustuþega í jákvæðu og hvetjandi starfsumhverfi. Áhersla er lögð á að veita einstaklingsmiðaðan stuðning og handleiðslu. Unnið er eftir batahugmyndafræði þar sem einstaklingsmiðuð þjónusta ýtir undir styrkleika og bjargráð notenda.
Ef þú hefur áhuga á vinna í fjölbreytilegri samfélagsgeðþjónustu og í öflugri teymisvinnu, þar sem góður starfsandi ríkir, þá er þetta spennandi tækifæri.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar. Leggja skal fram staðfestar upplýsingar um menntun, fyrri störf og reynslu. Gögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast Svövu Þorkelsdóttur, framkvæmdarstjóra mannauðs og nýliðunar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Álfabakka 16, 109 Reykjavík. HH áskilur sér rétt til þess að óska eftir hreinu sakavottorði.
Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur. Tekið er mið af jafnréttis- og mannréttindastefnu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við ráðningu í starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.
Starfshlutfall er 80-100%
Umsóknarfrestur er til og með 02.05.2023
Hrönn Harðardóttir
–
[email protected]
–
513-6360
Ráðgjafi/ stuðningsfulltrúi á Laugarásnum meðferðargeðdeild Áhugasamur og metnaðarfullur ráðgjafi/stuðningsfulltrúi óskast til starfa á Laugarásnum meðferðargeðdeild í geðþjónustu Landspítala. Laugarásinn er...
Sækja um starfSérfræðingur í hjúkrun – Heilsugæslan Efra-Breiðholti Heilsugæslan í Efra-Breiðholti auglýsir eftir sérfræðingi í hjúkrun. Um er að ræða nýjung á...
Sækja um starfSérnámsstöður í lyflækningum, seinna stig til fullra sérfræðiréttinda – Sérnámsstöður lækna á Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri Sérnámsstöður í lyflækningum,...
Sækja um starfHjúkrunarfræðingar Nú fjölgum við rýmum á HSS! Vegna mikils skorts á hjúkrunarrýmum fjölgum við rýmum sem tímabundið úrræði til að...
Sækja um starfLæknir í sumarafleysingar á HSN Dalvík Heilbrigðisstofnun Norðurlands Dalvík óskar eftir að ráða lækni í sumarafleysingar. Ráðningartími er frá 1....
Sækja um starfSjúkraþjálfari í endurhæfingarteymi – Heimahjúkrun Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins Viltu slást í hópinn og taka þátt í spennandi uppbyggingu? Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins leitar...
Sækja um starf