Háskóli Íslands
Betri háskóli – betra samfélag
Auglýst er fullt starf nýdoktors eða rannsóknamanns til tveggja ára. Einnig kemur lægra starfshlutfall yfir lengra tímabil til greina eða samkvæmt nánara samkomulagi.
Staðan er fjármögnuð af Rannsóknasjóði (www.rannis.is) með verkefnastyrknum: Einstaklingsmunur í kunnáttu í öðru og þriðja máli á Íslandi: framboð og notkun á tækifærum til málanáms og er ábyrgðarmaður rannsóknarinnar Elín Þöll Þórðardóttir aðjúnkt við Læknadeild HÍ og prófessor við McGill háskóla í Kanada. Rannsóknin beinist einkum að málkunnáttu og málnotkun eldri barna og unglinga sem læra íslensku sem annað mál.
Í starfinu felst yfirumsjón með rannsóknastofu og þátttaka í öllum þáttum rannsóknarinnar, þ.e. umsjón með nemum, gagnasöfnun, úrvinnsla og greinaskrif. Vinnan fer fram í þverfaglegu og alþjóðlegu rannsóknarumhverfi.
Meistarapróf eða doktorspróf á sviði talmeinafræði, sálfræði, málvísindum, íslensku, kennslufræði eða öðrum tengdum greinum.
Góður grunnur í aðferðafræði og tölfræði.
Góð enskukunnátta. Góð íslenskukunnátta er æskileg.
Góð tölvukunnátta: Office,SPSS, R o.fl.
Góð samskiptahæfni og lipurð í mannlegum samskiptum.
Reynsla af vinnu með börnum er æskileg.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.
Umsækjendur skulu senda ferilskrá sína, prófskírteini, auk bréfs sem tilgreinir rannsóknarreynslu þeirra, lista yfir birtingar, markmið í starfi, auk nafna, síma og netfanga tveggja akademískra meðmælenda.
Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.
Staðan er styrkt til eins árs í senn af Rannsóknarsjóði Vísinda- og tækniráðs.
Gert er ráð fyrir að viðkomandi hefji störf sem fyrst, eftir nánara samkomulagi.
Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans.
Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands.
Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands er í fararbroddi á sviði heilbrigðismála á Íslandi og gegnir lykilhlutverki í uppbyggingu íslenska heilbrigðiskerfisins með menntun heilbrigðisstarfsmanna. Helstu sérfræðingar þjóðarinnar í heilbrigðisvísindum koma að kennslu og rannsóknum á sviðinu.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 31.10.2024
Elín Þöll Þórðardóttir, elin.thordardottir@mcgill.ca
Fá tilkynningu um svipuð störf
Doktorsnemi við Deild faggreinakennslu við Háskóla Íslands: Endurgjöf og leiðsögn sem eflir samfélagslega nýsköpun Hlusta Deild Faggreinakennslu við Háskóla Íslands...
Sækja um þetta starfDoktorsnemi í félagsfræði við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands Hlusta Námsbraut í félagsfræði við Háskóla Íslands auglýsir starf doktorsnema sem styrkt er...
Sækja um þetta starfNýdoktor í tilraunastjarneðlisfræði Hlusta Starf nýdoktors við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands er laust til umsóknar. Nýdoktorinn mun verða hluti af CMBeam...
Sækja um þetta starfEngjaborg er fjögurra deilda leikskóli í Grafarvogi. Í Engjaborg er lögð áhersla á nám og velferð barna þar sem allir...
Sækja um þetta starfDoktorsnemi í tilraunastjarneðlisfræði Hlusta Auglýst er eftir umsóknum um starf doktorsnema í stjarneðlisfræði með áherslu á rannsóknir tengdar örbylgjukliðnum. Námið...
Sækja um þetta starfUmsjónarmaður rannsóknarstofa í jarðefnafræði Hlusta Til umsóknar er starf umsjónarmanns/tæknimanns á rannsóknarstofu í jarðefnafræði við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Um er...
Sækja um þetta starf