Háskóli Íslands
Betri háskóli – betra samfélag
Laust er til umsóknar fullt starf nýdoktors eða reynslumikils tölfræðings til þriggja ára við Miðstöð í lýðheilsuvísindum, við Háskóla Íslands.
Miðstöð í lýðheilsuvísindum (MLV) er framsækin rannsóknastofnun við Háskóla Íslands þar sem metnaðarfullar rannsóknir á sviði lýðheilsu eru stundaðar í alþjóðlegu samstarfi. Lögð er áhersla á hágæða aðferðafræði á sviði faraldsfræði og líftölfræði. Heilsa kvenna er eitt grunnstef rannsókna við MLV og mun verkefni þess sem hlýtur starfið snúa meðal annars að rannsóknum á áhrifum fegrunaraðgerða og þyngdarstjórnunarlyfja á heilsu kvenna.
Staðan er fjármögnuð af Rannsóknasjóðiog eru ábyrgðarmenn verkefnisins Unnur Anna Valdimarsdóttir og Thor Aspelund, prófessorar við MLV, Læknadeild HÍ.
Nýdoktorinn/tölfræðingurinn verður hluti af rannsóknateymi MLV og tekur þátt í öllum þáttum rannsóknanna sem eru:
Skipulag og áætlanagerð gagnagreininga.
Tölfræðileg úrvinnsla.
Túlkun niðurstaðna í máli og myndum og ritun vísindagreina um niðurstöður.
Almenn gagnavinnsla, hreinsun og úrvinnsla gagna rannsóknarinnar Áfallasaga kvenna og úr lýðgrunduðum heilbrigðisgagnagrunnum.
Uppbygging gagnagrunna við MLV og tölfræðileg ráðgjöf við nemendur í rannsóknartengdu námi.
Meistara- eða doktorspróf í sviði lýðheilsuvísinda, þ.á.m. faralds- og tölfræði, eða öðrum tengdum greinum.
Reynsla af tölfræðilegri úrvinnslu stórra gagnasafna/langtíma rannsókna á sviði lýðheilsu, þar á meðal lýðgrundaðra gagnagrunna.
Góð færni í myndrænni og tölulegri birtingu á rannsóknarniðurstöðum.
Góð enskukunnátta í töluðu og rituðu máli.
Góð tölvukunnátta og reynsla af tölfræðiforritinu R (STATA og SAS er kostur)
Góð samskiptahæfni og lipurð í mannlegum samskiptum.
Reynsla af vinnu í rannsóknarhópum æskileg.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Umsækjendur skulu senda ferilskrá sína, prófskírteini, auk bréfs sem tilgreinir rannsóknarreynslu þeirra, lista yfir birtingar, markmið í starfi, auk nafna, síma og netfanga tveggja akademískra meðmælenda.
Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.
Staðan er styrkt til eins árs í senn af Rannsóknarsjóði Vísinda- og tækniráðs.
Gert er ráð fyrir að viðkomandi hefji störf sem fyrst, eftir nánara samkomulagi.
Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans.
Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands.
Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands er í fararbroddi á sviði heilbrigðismála á Íslandi og gegnir lykilhlutverki í uppbyggingu íslenska heilbrigðiskerfisins með menntun heilbrigðisstarfsmanna. Helstu sérfræðingar þjóðarinnar í heilbrigðisvísindum koma að kennslu og rannsóknum á sviðinu.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 22.04.2025
Unnur Anna Valdimarsdóttir, unnurav@hi.is
Thor Aspelund, thor@hi.is
Fá tilkynningu um svipuð störf
Doktorsnemi í rafmagns- og tölvuverkfræði Hlusta Starf doktorsnema í rafmagns- og tölvuverkfræði á sviði læknisfræðilegrar myndgreiningar eru laust til umsóknar....
Sækja um þetta starfDoktorsnemi í eðlisefnafræði (tilraunastaða) Hlusta Laust er til umsóknar starf doktorsnema í eðlisefnafræði við Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands. Starfið...
Sækja um þetta starfDoktorsnemi í eðlisfræði Hlusta Laust er til umsóknar starf doktorsnema í eðlisfræði við Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands. Starfið er...
Sækja um þetta starfDoktorsnemi á sviði sjálfbærra ofanvatnslausna Hlusta Starf doktorsnema í umhverfisverkfræði, byggingarverkfræði eða umhverfisvísindum, á sviði sjálfbærra ofanvatnslausna (einnig nefndar náttúrumiðaðar,...
Sækja um þetta starfPrófessor á fræðasviði húð- og kynsjúkdómalækninga og starf yfirlæknis innan bráða-, lyflækninga- og endurhæfingarþjónustu Hlusta Laust er til umsóknar fullt...
Sækja um þetta starfDoktorsnemi í landfræði Hlusta Laust er til umsóknar starf doktorsnema í landfræði við Líf- og umhverfisvísindadeild Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla...
Sækja um þetta starf