Háskóli Íslands
Betri háskóli – betra samfélag
Starf nýdoktors við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands er laust til umsóknar. Nýdoktorinn mun verða hluti af CMBeam rannsóknarverkefninu sem er fjármagnað með styrk frá Evrópska rannsóknarráðinu til tveggja ára en möguleiki er á að viðbótarstyrkur verði fyrir starfinu til eins árs í viðbót.
Rannsóknirnar munu tengjast gagnaúrvinnslu, þróun tækjabúnaðar og mæliaðferða fyrir örbylgjusviðið. Verkefnin sem við tökum okkur fyrir hendur eru unnin með markmið alþjóðlegra vísindasamstarfa í huga, m.a. Simons Observatory, Taurus loftbelgstilraunarinnar og LiteBIRD gervitunglsins.
Nýdoktorinn bætist í Skuggsjár rannsóknarhópinn sem er að hluta fjármagnaður af CMBeam verkefninu (http://cmbeam.com/). Markmið verkefnisins er að þróa algrím, mælitæki og mæliaðferðir sem eru mikilvægar fyrir hönnun og kvörðun örbylgjusjónauka framtíðarinnar.
Doktorsgráða í eðlisfræði, stjörnufræði, rafmagnsverkfræði, vélaverkfræði, tölvunarfræði, tölvuverkfræði, hagnýttri stærðfræði eða tengdum greinum.
Forritunarkunnátta í Python eða sambærilegu tungumáli.
Góð enskukunnátta bæði í töluðu og rituðu máli.
Góð samstarfs- og samskiptahæfni og sjálfstæð vinnubrögð.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.
Búist er við því að nýdoktorinn bætist í rannsóknarhópinn ekki seinna en september 2025.
Umsóknarferli
Vinsamlega skilið eftirfarandi gögnum með umsókninni:
Ferilsskrá ásamt ritaskrá
Lýsing á því hvernig umsækjandi uppfyllir ofangreind skilyrði, hvers vegna hann hefur áhuga á verkefninu, hvernig hann telur sig geta lagt til verkefnisins og hvaða væntingar hann hefur til samstarfsins (ca. 1 blaðsíða).
Afrit af prófskírteinum og einkunnum úr grunn, meistara- og doktorsnámi.
Upplýsingar um 3 einstaklinga sem geta skrifað meðmælabréf (nafn, vinnustaður, tölvupóstfang) ásamt upplýsingum um tengsl þeirra við umsækjanda.
Umsækjendum er einnig boðið að senda PDF útgáfu af doktorsritgerð sinni sem og aðrar vísindagreinar sem umsækjandi hefur leitt (hámark 5 skjöl).
Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum verður tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.
Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans, sjá hér: https://www.hi.is/haskolinn/jafnrettisaaetlun#markmid2.
Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands, sjá hér: https://www.hi.is/haskolinn/malstefna%5Fhaskola%5Fislands.
Háskóli Íslands er gróskumikið þekkingarsamfélag og fjölbreyttur og lifandi vinnustaður. Akademískt frelsi, fagmennska og jafnrétti eru gildi skólans og er mikið lagt upp úr sveigjanleika og þátttöku starfsmanna í uppbygginu náms og rannsókna við skólann. Á Verkfræði- og náttúruvísindasviði starfa um 400 manns sem sinna kennslu, rannsóknum og stoðþjónustu. Starfsumhverfið er alþjóðlegt og hlutfall erlendra starfsmanna og nemenda við sviðið eykst stöðugt, en um fjórðungur bæði starfsmanna og framhaldsnema eru erlendir. Á sviðinu eru um 2000 nemendur. Verkfræði- og náttúruvísindasvið leggur áherslu á fjölbreytileika og umbótasinnað umhverfi þar sem þekkingaröflun og miðlun er í fyrirrúmi.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 02.12.2024
Jón Emil Guðmundsson, jegudmunds@hi.is
Fá tilkynningu um svipuð störf
Dósent í bæklunarskurðlækingum Hlusta Laust er til umsóknar 50% starf dósents á fræðasviði bæklunarskurðlækninga við Læknadeild Háskóla Íslands. Starfið felur...
Sækja um þetta starfÍ Vinagerði er fjölmenningarlegt samfélag barna og starfsfólks sem vinnur eftir gildunum gleði, hvatning og nærgætni. Sérkennari sér um ráðgjöf...
Sækja um þetta starfViltu vera hluti af skemmtilegum hópi starfsfólks í Furuskógi? Leikskólasérkennari/þroskaþjálfi óskast til starfa í leikskólann Furuskóg. Leikskólinn er starfræktur í...
Sækja um þetta starfVið í Jörfa óskum eftir metnaðarfullum starfsmanni í sérkennsluteymið okkar. Helstu verkefni eru að vinna í teymi sérkennslunnar og veita...
Sækja um þetta starfViltu vera hluti af skemmtilegum hópi starfsfólks í Furuskógi? Leikskólasérkennari/þroskaþjálfi óskast til starfa í leikskólann Furuskóg til að sinna umönnun,...
Sækja um þetta starfVið leggjum áherslu á að gleði sé ríkjandi í öllu starfi leikskólans, viðurkennandi samskipti og að virðing sé borin fyrir...
Sækja um þetta starf