Háskóli Íslands
Betri háskóli – betra samfélag
Laust er til umsóknar fullt starf nýdoktors við Rannsóknasetur Háskóla Íslands í Þingeyjarsveit og Hafrannsóknastofnun. Starfið er styrkt af Nordforsk tímabundið til tveggja ára og er hluti af þverfaglegu og alþjóðlegu rannsóknarverkefni sem nefnist Marine Phycotoxins in the Arctic: An Emerging Climate Change Risk (PHATE).
Nýdoktorinn mun sinna rannsóknum á skriflegum heimildum um viðhorf Íslendinga til skelfisks. Hann mun sinna rannsóknum á Íslandi með hliðsjón af rannsóknum á Norðurlöndunum og í samstarfi við aðra þátttakendur í verkefninu. Niðurstöðurnar munu gefa nýja innsýn í menningarlega og samfélagslega þætti sem hafa áhrif á nýtingu sjávarafurða. Fyrra árið mun nýdoktorinn stunda rannsóknir á vegum Rannsóknaseturs Háskóla Íslands í Þingeyjarsveit sem felur í sér vinnulotur í Mývatnssveit. Seinna árið mun nýdoktorinn sinna rannsókninni hjá Hafrannsóknastofnun í Hafnarfirði.
Auður Aðalsteinsdóttir, rannsóknarlektor í umhverfishugvísindum og forstöðumaður Rannsóknaseturs HÍ í Þingeyjarsveit, og Sara Harðardóttir, svifþörungafræðingur á Umhverfissviði Hafrannsóknastofnunar, leiða rannsóknina í samstarfi við innlent samstarfsfólk og erlenda sérfræðinga.
Söfnun og greining íslenskra ritaðra heimilda um skelfisk
Samþætting gagna við niðurstöður úr öðrum þáttum verkefnisins
Miðlun rannsóknaniðurstaðna með áherslu á birtingu ritrýndra greina
Þátttaka í alþjóðlegum fundum og ráðstefnum
Doktorspróf í menningarfræði eða tengdu fagi, svo sem á sviði þjóðfræði eða sagnfræði
Þekking og áhugi á íslenskri menningu, sjálfbærni og bláum hagkerfum er kostur
Reynsla af þverfaglegu og alþjóðlegu starfi er kostur
Frumkvæði og skipulagshæfileikar
Sjálfstæði í vinnubrögðum og geta til að vinna í teymi
Góð íslensku- og enskukunnátta, í ræðu og riti
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.
Gert er ráð fyrir því að nýdoktorinn hefji störf 15. febrúar 2026 eða eftir nánara samkomulagi.
Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn:
Ferilskrá
Ritaskrá þar sem umsækjandi tilgreinir þau ritverk, allt að átta talsins, sem hann telur veigamest
Skrifleg lýsing (ein blaðsíða) á ensku á því hvers vegna umsækjandi hefur áhuga á stöðunni og hvernig hann hyggst nálgast verkefni sitt innan ramma rannsóknarinnar
Afrit af prófskírteinum
Netföng og símanúmer hjá tveimur umsagnaraðilum
Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknafrests.
Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans. Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands.
Háskóli Íslands hefur frá stofnun verið undirstaða atvinnulífs og framfara í íslensku samfélagi. HÍ er jafnframt framsækinn rannsóknarháskóli og virkur þátttakandi í alþjóðlegu vísindasamstarfi.
Háskóli Íslands er stærsti háskóli landsins og býður upp á hátt í 400 námsleiðir í grunn-, meistara- og doktorsstigi. Um 14.000 nemendur stunda nám við skólann, þar af yfir 2.000 alþjóðlegir nemar.
Við Háskóla Íslands starfa yfir 1.800 manns. Skólinn leggur áherslu á að laða til sín fjölbreyttan hóp starfsfólks og stúdenta í alþjóðlegt fræðasamfélag þar sem akademískt frelsi, fagmennska, jafnrétti, fjölbreytileiki og inngilding eru í öndvegi.
Nánar um Háskóla Íslands, fræðasvið hans og deildir
Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna er stærsta rannsóknastofnun landsins á sviði hafs- og vatnarannsókna og gegnir auk þess ráðgjafarhlutverki varðandi skynsamlega nýtingu og verndun auðlinda hafs og vatna. Hún heyrir undir atvinnuvegaráðuneytið.
Mikill hluti starfseminnar tengist alþjóðlegu samstarfi við erlendar hafrannsóknastofnanir og háskóla. Fjölbreytt rannsóknarstarfsemi fer fram hjá stofnuninni, þar á meðal rannsóknir á vistkerfum sjávar og ferskvatns, fiskeldi og fjölmörg verkefni á sviði fiskifræði. Innlent og alþjóðlegt samstarf er mikilvægur þáttur í starfsemi stofnunarinnar.
Stofnunin hefur nýlega sett sér nýja framtíðarstefnu fyrir næstu fimm ár, sem felur í sér að efla rannsóknir á loftslagsbreytingum og vistfræði. Stofnunin leggur áherslu á jákvætt og heilbrigt vinnuumhverfi og menningu.
Nánari upplýsingar um starfið veita:
Auður Aðalsteinsdóttir, forstöðumaður Rannsóknaseturs HÍ í Þingeyjarsveit audurada@hi.is
Sara Harðardóttir, sérfræðingur á Hafrannsóknastofnun sara.hardardottir@hafogvatn.is
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 14.11.2025
Auður Aðalsteinsdóttir
Tölvupóstur: audurada@hi.is
Fá tilkynningu um svipuð störf
Lektor í kennslu hönnunar og smíða hjá Menntavísindasviði Háskóla Íslands Hlusta Laust er til umsóknar fullt starf lektors á sviði...
Sækja um þetta starfDoktorsnemi í landfræði eða ferðamálafræði Hlusta Laust er til umsóknar fullt starf doktorsnema í landfræði eða ferðamálafræði við Líf- og...
Sækja um þetta starfAðjúnkt 2 í stærðfræði Hlusta Laust er til umsóknar fullt starf aðjúnkts 2 í stærðfræði við Raunvísindadeild Verkfræði- og náttúruvísindasviðs...
Sækja um þetta starfDoktorsnemi í Marie Sklodowska-Curie Actions verkefni við umhverfis- og byggingarverkfræðideild Hlusta Laust er til umsóknar fullt starf doktorsnema við Umhverfis-...
Sækja um þetta starfLektor í heimilislækningum Hlusta Laus eru til umsóknar tvö 25% störf lektora í heimilislækningum á fræðasviði heimilislæknisfræði við Læknadeild Háskóla...
Sækja um þetta starfRannsóknarlektor í jarðefnafræði Hlusta Laust er til umsóknar 50% starf rannsóknarlektors í jarðefnafræði við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Rannsóknalektorinn mun starfa...
Sækja um þetta starf